Það eykur sjálfstæði að búa ein

00:00
00:00

Dóra Júlía Agn­ars­dótt­ir plötu­snúður og um­sjón­ar­maður Ljósa punkts­ins á K100 býr í fal­legri íbúð í Hlíðunum. Hún festi kaup á íbúðinni fyr­ir um tveim­ur árum og hef­ur síðan þá búið ein. Hún seg­ir að það hafi verið tölu­verð viðbrigði að búa ein en áður hafði hún búið með kær­asta. Fyrst um sinn var hún með gesti all­an sól­ar­hring­inn en svo hafi hún náð átt­um og er far­in að una sér bet­ur þótt hún játi að hún verði al­veg einmana stund­um. 

„Auðvitað verður maður stund­um einmana þótt mér finn­ist gam­an að vera með sjálfri mér,“ seg­ir Dóra Júlía í Heim­il­is­lífi.

Heim­ili Dóru Júlíu er mjög bleikt og inni­held­ur það marga heill­andi hluti sem hressa svo sann­ar­lega upp á til­ver­una. Hún er mikið fyr­ir skemmti­lega lampa sem gefa æv­in­týra­lega lýs­ingu. Sjálf er hún ekki hand­lag­in en er svo hepp­in að eiga móður sem bor­ar í veggi og veigr­ar sér ekki við neitt.  

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda