Leikkonan Edda Björg Eyjólfsdóttir býr ásamt eiginmanni sínum, Stefáni Magnússyni tónlistarmanni, í fallegu gömlu einbýlishúsi í Skerjafirðinum. Með þeim búa börnin þeirra tvö.
Edda Björg hefur alltaf lagt mikið upp úr því að það sé fallegt í kringum hana og þegar þau festu kaup á þessu húsi lá hún yfir því hvaða málningu þau ættu að velja og hvernig best væri að koma hlutunum fyrir.
Hún viðurkennir þó að hún hafi gert smá mistök þegar þau breyttu eldhúsinu og næst á dagskrá er að breyta skipulaginu þar.