Berglind Pétursdóttir eða Berglind Festival er himinlifandi að hafa loksins eignast draumaíbúðina við Njálsgötu. Hún var búin að hafa augastað á íbúðinni í nokkur ár áður en hún eignaðist hana.
Húsið við Njálsgötu er afar gott hús en sú sem stýrir þessum þætti átti eitt sinn íbúð í þessu húsi og tengir því við orð Berglindar að þarna sé gott að búa. Berglind er mikill safnari og þar sem hún er ekki með geymslu er hún dugleg að færa til hluti og breyta og svo leggur hún sig fram við að kaupa alls ekki of ljótt dót því hún getur ekki falið það í geymslunni.