Iðnhönnuðurinn Sigríður Heimisdóttir, eða Sigga Heimis eins og hún er kölluð, flutti fyrir rúmu ári í hentugra húsnæði sem passaði betur fyrir hana sjálfa og börnin þrjú sem öll eru á unglingsaldri í dag. Hún starfar í dag sem hönnunarstjórnandi.
Á nýja staðnum þurfti hún að endurhugsa allt enda húsnæðið töluvert öðruvísi en það gamla. Þótt húsnæðið sé öðruvísi þá er eitt sem hefur ekki breyst; Sigga er safnari, sem elskar fallega hluti. Hver einasti hlutur á heimili hennar á sér sögu.
Sigga starfaði lengi hjá IKEA og segir að heimili fólks muni breytast mikið í framtíðinni. Um 80% íbúa heimsins muni búa í borgum sem kalli á minni íbúðir og að deilihagkerfi muni verða sýnilegra.