Una keypti æskuheimili sitt í Kópavogi

Leikstjórinn Una Þorleifsdóttir er gestur Heimilislífs þessa vikuna. Hún býr ásamt manni sínum, Einari Þór Karlssyni, og fimm börnum þeirra í sögulegu einbýlishúsi í Kópavogi. 

„Amma mín og afi byggðu þetta hús. Þau fluttu inn í það 1954,“ segir Una og segir frá því að móðir hennar hafi verið alin upp í húsinu. Svo eignuðust foreldrar hennar húsið og þar bjó Una þegar hún var að alast upp. Það var svo 2019 sem Una og Einar keyptu húsið en þá höfðu þau verið að leita að húsnæði sem myndi rúma þau tvö og börnin þeirra fimm.

Þegar Una er spurð að því hvort það hafi verið gamall draumur að eignast húsið segir hún svo ekki vera. Þetta hafi eiginlega gerst óvart. 

„Ég og maðurinn minn ákváðum að fara að búa saman en við erum sjö,“ segir hún en á sama tíma vildu foreldra hennar minnka við sig. Úr varð að Una og Einar festu kaup á húsinu og komu sér upp fallegu heimili.

Una er leikstjóri verksins Síðustu dagar Sæunnar sem sýnt er í Borgarleikhúsinu. Þar fer Guðrún Gísladóttir með hlutverk Sæunnar en verkið er eftir Matthías Tryggva Haraldsson, sem margir tengja við hljómsveitina Hatara. Þegar Una er spurð að því hvernig hafi verið að vinna með dauðann segir hún að það fái fólk til að hugsa. Hennar sýn á þetta var að vera í lífinu eins og það er. Eins og sjá má í Heimilislífi gengur það býsna vel! 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda