Leituðu í þrjú ár að draumahúsinu og fundu það

Arkitektinn Íris Ósk Laxdal og eiginmaður hennar, Björn Steinar Jónsson, höfðu lengi verið á höttunum eftir húsi þegar þau fundu draumahúsið. Íris er gestur í Heimilislífi þessa vikuna. 

Þetta ferli tók um þrjú ár og þegar húsið var fundið þurfti að gera það upp. 

Hjónin eru samstíga í lífinu og reyndu að fara hagkvæmar leiðir þegar kom að því að gera heimilið fallegt. Þau pússuðu til dæmis upp gamalt parket með fiskibeinamunstri og keyptu innréttingar í IKEA og settu nýja fronta á þær frá HAF Studio. 

Hjónin búa ekki bara saman heldur vinna saman í fyrirtæki sínu en þau reka bæði Angan Skincare og Saltverk. Þau lærðu í Kaupmannahöfn og heilluðust af byggingarstíl og menningu þess lands. Þegar þau fundu draumahúsið fannst þeim það minna sig á Kaupmannahöfn. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda