„Ég vildi ekki eyðileggja húsið hans Manfreðs“

Video Player is loading.
Current Time 0:00
Duration 0:00
Loaded: 0%
Stream Type LIVE
Remaining Time 0:00
 
1x
  • Chapters
  • descriptions off, selected
  • subtitles off, selected
    • Quality

    Rut Kára­dótt­ir inn­an­húss­arki­tekt seg­ir að það hafi verið áskor­un að end­ur­hanna ein­býl­is­hús í Kópa­vogi vegna sögu þess. Um er að ræða eina af perl­um Man­freðs Vil­hjálms­son­ar arki­tekts sem hannaði húsið fyr­ir Styrmi Gunn­ars­son heit­inn, fyrr­ver­andi rit­stjóra Morg­un­blaðsins. Eft­ir and­lát hans var húsið selt en í des­em­ber 2021 fékk Rut það í hend­ur. 

    „Eig­end­urn­ir, sem eiga húsið í dag, höfðu beðið mig um að finna fal­legt hús fyr­ir sig. Þegar ég fann þetta þá gjör­sam­lega missti ég mig. Ef þetta væri ekki húsið þá vissi ég ekki hvað,“ seg­ir Rut um Man­freðs-húsið.

    „Þetta er ekk­ert smá mik­ill gull­moli, eft­ir flinkasta arki­tekt okk­ar tíma, þá óð ég ekki í þetta verk­efni. Ég þurfti að gefa mér smá tíma til þess að hugsa hvernig ég ætlaði að tækla þetta. Hvernig ég ætlaði að virða það sem fyr­ir er og fara mjúk­um hönd­um um það. Ég gaf mér góðan tíma og svo var ég svo hepp­in að eig­end­urn­ir treystu mér 100%. Maður verður ennþá metnaðarfylltri. Ef eitt­hvað hef­ur mis­heppn­ast þá er það al­ger­lega mér að kenna.“

    Rut gætti þess að halda í þá hluti sem gera húsið sjarmer­andi eins og bit­ana í loft­inu sem bera húsið uppi. 

    „Mér fannst lyk­il­atriði að strúkt­úr­inn í hús­inu sjálfu fengju að halda sér. Þess­ir bit­ar halda uppi efri hæðinni.“

    „Þess­ir bit­ar mynda hús í húsi. Þeir eru mik­il­væg­ir burðarlega séð og líka fag­ur­fræðilega séð,“ seg­ir Rut. 

    Stíll­inn á hús­inu er svo­lítið jap­ansk­ur og líka svo­lítið nor­rænn. Sem sagt blanda tveggja menn­ing­ar­heima og út­kom­an fög­ur eins og sést í þætt­in­um. 

    mbl.is
    Fleira áhugavert
    Fleira áhugavert

    Spurt og svarað

    húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

    sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

    einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

    endurskoðandi svarar spurningum lesenda

    Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

    hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

    svarar spurningum um lögfræðileg mál

    lýtalæknir svarar spurningum lesenda