Nú er vika tvö hálfnuð og lífið er bara nokkuð ljúft. Þessir dagar hafa verið aðveldari en ég bjóst við og ég hlakka bara til þess að takast á við þetta verkefni. Auðvitað hafa harðsperrurnar verið að drepa mig, það mikið að ég hef átt erfitt með daglegar athafnir og líkaminn er búin að vera ansi þreyttur en ég veit af fyrri reynslu að þetta gengur yfir.Lilja heldur áfram að píska okkur út í sporthúsinu og þess á milli reyni ég að fara út að ganga og njóta haustlitanna í náttúrinni.
Þó svo að ekki séu liðnar nema tæpar tvær vikur síðan ég byrjaði í þessum nýja lífstíl mínum þá finn ég svo mikin mun á mér andlega. Hugsunin er orðin skýrari og mér finnst heilinn vera farin að virka betur. Ég hef verið með mjög mikla vöðvabólgu og um leið og ég fer að hreyfa mig og teygja mig finn ég hvernig hún lagast og blóðflæi til heilans eykst. Ég hef líka þjáðst af streitu og mér finnst með aukinni hreyfingu að hún fari minnkandi. Streitan gerir mig eitthvað svo sljóa og annars hugar og ég finn töluverða breitingu á því.
Svo ég tali nú aftur um fyrirlesturinn hennar Anítu Sig þá gerði hann rosalega mikið fyrir mig líka. Ég minni mig á það mörgu sinnum á dag að hugsa jákvætt og tala vel til mín. Það er allt í lagi þó ég ruglist aðeins, þá bara stend ég upp aftur og held áfram. Það er svo mikilvægt að koma fram við sjálfa sig eins og bestu vinkonu sína. Ég hlusta á dáleiðsluna frá Anítu á hverju kvöldi, kveiki á henni í símanum mínum svo hún ómi um svefniherbergið og mér finnst það gera mér gott. Það er mjög mikið að gera hjá mér þessa dagana þar sem ég er í vinnu og í fullu mastersnámi í Háskóla Íslands samhliða því að aðlaga mig breittum lífstíl. Manninum mínum varð það að orði eitt kvöldið þegar við vorum komin upp í rúm og ég kveikti á Anítu..mér finnst ég heyra meira í Anítu þessa dagana en þér...
Eigið yndislegan sunnudag