c

Pistlar:

5. nóvember 2016 kl. 22:45

Eyja Bryngeirsdóttir (eyjab.blog.is)

Alltaf nóg að gera

Í vikunni fórum við leikfimisvinkonurnar út að borða á Baazar Oddson sem er frábær staður sem opnaði í sumar. Þar var sko heldur betur gert vel við okkur og maturinn var frábær. Við hittum hópinn sem var í lífstílsbreytingu smartlands og sporthússins í fyrra og þær sögðu okkur frá sínum árangri og hvernig gengi hjá þeim í dag. Það var mjög gaman að hitta þessar hressu stelpur og sjá hvað þeim hefur öllum gegnið vel í sínum nýja lífstíl.

Núna er áttunda vikan að klárast og það verður spennandi að sjá hvað næstu tölur segja. Ég get varla trúað því að það séu bara fjórar vikur eftir af þessu skemmtilega verkefni en bara svo það sé á hreinu þá er þetta verkefni ekki búið hjá mér eftir fjórar vikur, ég mun halda áfram og áfram og áfram. Ég hef svolítið verið að hugsa um hvað ég ætla að gera næst og hvað ætli það sé sem henti mér. Ég veit það ekki alveg, ég hef enn fjórar vikur til þess að ákveða mig en þessar fjórar vikur eru mjög fljótar að líða.

En á þessari áttundu viku líður mér mjög vel og ég hlakka bara til þess að halda áfram.

Þrátt fyrir miklar annir í skólanum og lífinu almennt hefur mér tekist að halda minni rútínu, mæta í leikfimina og halda mataræðinu góðu, það er það sem skiptir svo miklu máli.

Eigið yndislega helgi

Eyja Bryngeirsdóttir

Eyja Bryngeirsdóttir

Stelpukona með flott markmið og stóra drauma Meira