c

Pistlar:

10. október 2016 kl. 7:56

Eyja Bryngeirsdóttir (eyjab.blog.is)

Frábær vika

Þá er komin mánudagur og framundan er mjög stór vika vegna þess að á fimmtudaginn er fyrsta vigtunin. Ég er bæði spennt og kvíðin fyrir því, hugsanir eins og: Hvað ef það mælist enginn árangur hjá mér og ég stend bara í stað, læðast að manni. Það væri skelfilegt. Á fimmtudaginn eru fjórar vikur síðan ég breytti um lífsstíl og ég hef gert allt eins og mér er sagt, eða svona næstum því allt svo ég ætla bara að vera jákvæð og vona það besta.

Tilvonandi eiginmaðurinn minn gaf mér gjöf á föstudaginn. Það er svona úr sem mælir allt hjá manni, svefn,hjartslátt, skrefafjölda,kílómetra og fl. Ég er vandræðalega spennt yfir þessu mælitæki og hlakka mikið til að byrja að nota það. Auðvitað notaði ég það um helgina en þar sem helgin fór í 12 tíma lestur og verkefnavinnu bæði laugardag og sunnudag var hreyfingin  sama sem enginn svo nýja græjan mín nýttist mér  ekki alveg sem skildi. Þannig að, núna er ég tilbúin í þessa flottu viku með nýja mælitækið mitt og nýjar tölur á fimmtudaginn, já  og ekki má gleyma Anítu Sig á miðvikudaginn. Vá hvað þetta verður frábær vika.

Eyja Bryngeirsdóttir

Eyja Bryngeirsdóttir

Stelpukona með flott markmið og stóra drauma Meira