Fasteignasalan Miklaborg flutti í gamla Úrvals-Útsýnar-húsið við Lágmúla í gær og var því fagnað með pomp og prakt. Helstu menn og konur úr þjóðlífinu mættu og skoðuðu hvern krók og kima. Boðið var upp á hamborgara frá Hamborgarabúllunni og nóg af léttvíni og bjór. Og svo rappaði sonur annars eigandans með vini sínum - það var eitthvað!