Jón Ásgeir Jóhannesson og Ingibjörg Pálmadóttir létu sig ekki vanta þegar Stöð 2 hélt haustkynningu á dagskrá stöðvarinnar fyrir komandi vetur. Kynningin fór fram á Listasafni Reykjavíkur og var ekkert til sparað til að gera partíið sem flottast.
Stöð 2 leitar í uppruna sinn þennan veturinn en Vala Matt verður með þáttinn sinn, Heilsugengið, í vetur ásamt Sollu Eiríksdóttur og Þorbjörgu Hafsteinsdóttur. Á sama tíma verður Jón Óttar Ragnarsson með þætti á stöðinni sem kallast dulda Ísland. Ef einhver skyldi ekki muna eftir því þá voru í hópi þeirra sem stofnuðu stöðina á sínum tíma.