Fjölmennt var á opnun sýningar Mireyu Samper, Vide et Plein, í Gulla Jonsdottir Atelier-galleríinu í Los Angeles. Athafnamaðurinn Björgólfur Thor Björgólfsson mætti í sínu besta formi til þessa ásamt eiginkonu sinni Kristínu Ólafsdóttur. Í aðdraganda opnunarinnar mætti Baltasar Kormákur og Guðni Gunnarsson sem tóku þátt í að undirbúa sýninguna ásamt Gullu. En þess má geta að Baltasar og Mireya eru systkini. Faðir þeirra er myndlistamaðurinn Baltasar Samper og móðir þeirra er Kristjana Samper.
Arkitektinn Gulla hefur lyft grettistaki í að kynna Mireyu fyrir Bandaríkjamönnum enda vel teng í heimi arkitektúrs og lista í Ameríku. Stór hluti gesta á opnun sýningarinnar voru blaðamenn. Fjölmargir fjölmiðlar hafa fjallað um sýninguna að undanförnu á La Peer hótelinu sem Gulla einmitt teiknaði. Sýningin Mireyu er á fyrstu hæð hótelsins þar Gulla Jonsdottir Atelier galleríið er staðsett. Sýningin á verkum Mireyu verður dagana 26. október til 8. desember næstkomandi. Ef þú ert í Los Angeles þá ættir þú að kíkja við.
Baltasar Kormákur, ásamt Gullu, Mireyu, Gullu Péturs og Guðna Gunnarssyni.
Ljósmynd/Facebook
Erla Dögg Ingjaldsdóttir og Tryggvi Þorsteinsson eru hér ásamt Mireyu Samper, Gullu Jóns og Art Grey.
Ljósmynd/Facebook
Gallerí Gullu er á fyrstu hæð á hinu fallega Peer hóteli í Los Angeles.
Ljósmynd/Facebook
Listaverkin henanr Mireyu komu einstaklega vel út að sögn viðstaddra.
Ljósmynd/Facebook
Gulla Jónsdóttir og Mireya Samper á góðri stundu í opnuninni.
Ljósmynd/Facebook
Mireya Samper er frábær listamaður.
Ljósmynd/Facebook
Það var vel hugsað um gesti og gangandi á listasýningunni.
Ljósmynd/Facebook
Listasýning Mireyu hentaði mjög vel fyrir galleríið. Fjölmiðlar voru duglegir að birta fréttir af viðburðinum ytra.
Ljósmynd/Facebook
Mireya í góðum félagsskap.
Ljósmynd/Facebook
Áhugasamir listaverkaunnendur frá Los Angeles.
Ljósmynd/Facebook
Mikil ánægja er með verk Mireyu í Los Angeles.
Ljósmynd/Facebook
Listaverk eftir Mireyu Samper.
Ljósmynd/Facebook
Frá listasýningu MIreyu Samper í Los Angeles.
Ljósmynd/Facebook
Gulla Jónsdóttir arkitekt ásamt kvikmyndaframleiðandanum Jil Hardin.
Ljósmynd/Facebook