Íslendingar kunna að skemmta sér og eru áramótapartý þeirra heimsfræg. Í upphafi aldarinnar kvöddu þekktir Íslendingar gamla árið með með stæl og tóku fagnandi á móti árinu 2000 í heimahúsum sem og á skemmtistöðum eins gamlar myndir sýna.
Margir muna eftir Hvíta partýinu sem Guðjón í Oz hélt eftirminnilega. Þar skemmtu sér saman fólk úr viðskiptaheiminum sem og listafólk. Björgólfur Thor var til dæmis flottur í hvítum skipstjórafötum með Þorsteini Bachmann sem átti nokkrum árum seinna eftir að túlka fjárfestinn í áramótaskaupinu.
Ljósmyndari Morgunblaðsins fangaði stemminguna á frábæran hátt í upphafi aldarinnar.
Margrét Friðriksdóttir og Aron Hjartarson áttu góða stund saman í veislu Guðjóns í Oz.
mbl.is/Jón Svavarsson
Leikkonan Halldóra Geirharðsdóttir skemmti sér konuglega í Eldhúsinu ásamt vinum sínum þeim Pétri Jónassyni, Hrafnhildi Hagalín og Steinunni Ólínu Þorsteinsdóttur.
mbl.is/Jón Svavarsson
Eyþór Arnalds, Móeiður Júníusdóttir og Kristinn Júníusson voru kampakát í nýjarsfagnaði árið 2000.
mbl.is/Jón Svavarsson
Guðfinna og Birna Björnsdætur voru í góðum gír í Iðnó á gamlárskvöld árið 2000.
mbl.is/Jón Svavarsson
Tinna Hrafnsdóttir, Stefán Karl Stefánsson, Brynja Valdís Gísladóttir og Jón Arnar Guðbrandsson fögnuðu í Iðnó.
mbl.is/Jón Svavarsson
Félagarnir Karl Pétur Jónsson, Sonja Dögg Pálsdóttir, Anna Sigríður Arnardóttir og Pétur Blöndal skemmtu sér vel í Iðnó.
mbl.is/Jón Svavarsson
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir fyrrverandi borgarstjóri skemmti sér í Perlunni á gamlárs ásamt eiginmanni sínum, Hjörleifi Sveinbjörnssyni, Helgu Jónsdóttur og Helga H. Jónssyni.
mbl.is/Jón Svavarsson