Ekki þverfótað fyrir kvenlegum töfrum

Margrét Íris Ármann, Nína Dögg Filippusdóttir, Sunna Jóhannsdóttir, María Lovísa …
Margrét Íris Ármann, Nína Dögg Filippusdóttir, Sunna Jóhannsdóttir, María Lovísa Árnadóttir, Sandra Hauksdóttir, Vilborg Ragna Ágústsdóttir og Steingerður Ingvarsdóttir. Ljósmynd/Arnór Trausti Kristínarson.

GynaMEDICA, lækninga - og heilsumiðstöð fyrir konur, stóð á þriðjudagskvöldið fyrir glæsilegum og afar vel sóttum viðburði á Grand Hótel, í tilefni alþjóðlegs dags breytingaskeiðsins. Færri komust í sæti en vildu en viðburðinum var einnig streymt á mbl.is og á síðu GynaMEDICA, svo öll sem áhuga hafa á málefninu, gátu fylgst með.

Dagskrá viðburðarins var fjölbreytt en þau voru í höndum Hörpu Lindar og Sonju Bergmann, hjúkrunarfræðinga hjá GynaMEDICA, Líneyjar Árnadóttur frá forvarnarsviði VIRK, Tinnu Sigurðardóttur, Hönnu Lilju Oddgeirsdóttur, læknis og stofnanda GynaMEDICA auk Lovísu Óskar Gunnarsdóttur danshöfundar, sem samið hefur dansverk um upplifun sína af breytingarskeiðinu. Björk Jakobsdóttir var kynnir og sló vitaskuld í gegn af sinni alkunnu snilld og kitlaði hláturtaugar gesta milli erinda.

Yfirskrift dagsins í ár var heilaþoka og minniserfiðleikar en mikil vakning hefur orðið undanfarið, bæði hérlendis og erlendis, varðandi áhrif þessa skeiðs á líf og störf kvenna. Áhrifin birtast m.a. í ótímabæru brotthvarfi kvenna, 40 ára og eldri, af vinnumarkaði en meginmarkmið viðburðarins var einmitt að auka samtalið og fræðsluna í samfélaginu, sem ekki á síst erindi við atvinnurekendur og er óhætt að fullyrða miðað við aðsóknina, að samtalið sé sannarlega hafið.

Sveinn Geirsson og Stefán Sigurðsson framkvæmdastjóri GynaMEDICA.
Sveinn Geirsson og Stefán Sigurðsson framkvæmdastjóri GynaMEDICA. Ljósmynd/Arnór Trausti Kristínarson.
Maja og Stefán.
Maja og Stefán. Ljósmynd/Arnór Trausti Kristínarson.
Sonja Bergmann og Védís Hervör.
Sonja Bergmann og Védís Hervör. Ljósmynd/Arnór Trausti Kristínarson.
Ljósmynd/Arnór Trausti Kristínarson.
Ljósmynd/Arnór Trausti Kristínarson.
Lovísa og Unnur María.
Lovísa og Unnur María. Ljósmynd/Arnór Trausti Kristínarson.
Lovísa Ósk Gunnarsdóttir.
Lovísa Ósk Gunnarsdóttir. Ljósmynd/Arnór Trausti Kristínarson.
Líney Árnadóttir.
Líney Árnadóttir. Ljósmynd/Arnór Trausti Kristínarson.
Björk Jakobsdóttir.
Björk Jakobsdóttir. Ljósmynd/Arnór Trausti Kristínarson.
Ljósmynd/Arnór Trausti Kristínarson.
Ljósmynd/Arnór Trausti Kristínarson.
Ljósmynd/Arnór Trausti Kristínarson.
Ljósmynd/Arnór Trausti Kristínarson.
Ljósmynd/Arnór Trausti Kristínarson.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda