8 ráð sem umturna kynlífinu

Stundum þarf bara aðeins að hrista upp í hlutunum.
Stundum þarf bara aðeins að hrista upp í hlutunum. mbl.is/AFP

Það þarf oft ekki mikið til að breyta fremur óspennandi bólförum besta kynlíf sem þú hefur upplifað. Ef þér finnst þurfa að hrista aðeins upp í hlutunum eru eftirfarandi átta ráð, sem Women's Health tóku saman, fín til síns brúks.

Augnsamband
Ekki óttast að það verði vandræðalegt. Að mynda augnsamband er ein áhrifaríkasta leiðin til að kynda undir lostanum. Setjið ykkur markmið að halda augnsambandi í mínútu hið minnsta, eða allan tímann.

Stríðið hvort öðru
Segðu bólfélaga þínum að hann megi ekki fá fullnægingu fyrr en þú leyfir það. Sama gildir einnig um þig. Leikið ykkur svo þar til þið getið alls ekki beðið lengur.

Að komast nálægt fullnægingu, án þess að  láta hana eftir sér magnar kynferðislega spennu. Þegar þið svo loksins fáið það megið þið búast við flugeldasýningu.

Notaðu kodda
Komdu kodda fyrir við höfðagaflinn og láttu bólfélaga þinn setjast upp við hann. Sestu síðan í kjöltu hans. Þessu fylgir mikil nánd og það mun eflaust fljótlega hitna í kolunum.

Færið ykkur um set
Verið pínu óþekk og yfirgefið hjónaherbergið. Þegar farið er að hitna í kolunum getur þú leitt félaga þinn á nýjan stað, til dæmis inn í eldhús, stofu eða á stigapallinn.

Leiktu þér með skynfærin
Nældu þér í hálsklút eða bindi og bittu fyrir augun á bólfélaga þínum. Einnig getur þú skellt heyrnartólum í eyru hans og spilað kynþokkafulla tónlist.

Þegar eitt skynfæri er tekið tímabundið úr umferð verða hin mun næmari.

Notaðu fingurna
Leiktu þér að því að sjúga fingur þína nautnafullt á meðan þú horfir í augu bólfélagans. Renndu þeim síðan niður eftir líkamanum og gældu við þig. Makinn á eftir að missa sig.

Sleipiefni
Ekki vanmeta mátt sleipiefnis. Það er ekki bara fyrir konur sem blotna ekki nægilega mikið, því það getur gert kynlífið sjóðandi heitt. 

Þegar þið notið sleipiefni dregur úr núningi, auk þess sem svæðið verður jafnan næmara fyrir snertingu. 

Komdu bólfélaganum í opna skjöldu
Rúllaðu maka þínum yfir á bakið og skelltu þér í 69 stellinguna. Þetta kemur líklega skemmtilega á óvart, sérstaklega ef þið hafið ekki notast við stellinguna í nokkurn tíma.

Kynlífsleikföng eru sumum konum ómissandi.
Kynlífsleikföng eru sumum konum ómissandi. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda