Jóhanna Vilhjálmsdóttir og Geir Sveinsson gengu í það heilaga í dag eftir að hafa verið saman í meira en áratug. Þau voru gefin saman á Höfðatorgi klukkan 18.00 og fer veislan einnig fram í sal þar.
Parið hefur verið saman í meira en áratug og eiga fimm börn en þau hafa verið búsett ásamt þremur yngstu börnunum undanfarin tvö ár erlendis, fyrst í Austurrríki þar sem Geir þjálfaði austurríska handknattleiksliðið Bregenz en í janúar á þessu ári tók hann við þýska handknattleiksliðinu Magdeborg.
Gott mataræði og heilsa hefur lengi verið ástríða Jóhönnu og á síðasta ári kom út bók eftir hana: Heilsubók Jóhönnu, en í henni fjallaði Jóhanna meðal annars um lífsstíl, mat og hvernig líferni spilar inn í sjúkdóma.
Smartland óskar brúðhjónunum innilega til hamingju með daginn.