Skegglaus Aron Einar

Aron Einar Gunnarsson og Kristbjörg Jónasdóttir.
Aron Einar Gunnarsson og Kristbjörg Jónasdóttir.

Fótboltamaðurinn Aron Einar Gunnarsson lét skeggið fjúka fyrr í dag. Þegar ég spyr hann hvers vegna hann hafi tekið þessa stóru ákvörðun segist hann hafa verið orðinn þreyttur á vinnunni sem fylgir því að vera með skegg. 

„Ég er búinn að vera með það í eitt ár og þetta er bara orðið gott. Það er talsverð vinna að halda þessu við og það verður meiri tími til að sinna einhverju öðru þegar það er farið,“ segir hann. 

Aron Einar áður en skeggið fauk.
Aron Einar áður en skeggið fauk.

Þegar ég spyr hann hvort hipsteralúkkið sé á niðurleið, fyrst hann kvaddi skeggið, segist hann ekki skilja spurninguna og játar að hann sé ekki réttur aðili til að svara því. Næst spyr ég hann hvort hann hafi aldrei klæjað undan skegginu?

„Jú. Þetta var talsvert basl fyrstu vikuna en svo vandist þetta bara.“

Hvernig heldur þú að þú eigir eftir að kunna við þig svona skegglausan?

„Þetta verður örugglega skrýtið fyrst, þó svo að ég hafi oft verið skegglaus áður. Ég hef þó trú á því að þessu fylgi frelsistilfinning og léttir.“

Aron Einar og Kristbjörg Jónasdóttir unnusta hans ætla að ganga í hjónaband 17. júní næstkomandi. Þegar ég spyr hann hvort hann hafi látið skeggið fjúka fyrir brúðkaupið segir hann svo ekki vera. 

„Nei þetta er nú ekkert frekar fyrir brúðkaupið. Kristbjörg er nú alveg hæstánægð með skeggið og það var einmitt hún sem hvatti mig til að halda því á EM. Ég var alveg að hugsa um að raka það af áður en við fórum þangað. Það má vel vera að ég verði kominn með nýtt skegg fyrir brúðkaupið,“ segir hann og hlær.

Aron Einar og Kristbjörg kynntust í gegnum sameiginlega vini í september 2012 og byrjuðu saman hálfu ári síðar. Þegar ég spyr hann hvað geri hann hamingjusaman nefnir hann Kristbjörgu og soninn. 

„Hamingja mín byggir á henni og syni okkar. Að vera faðir og fjölskyldumaður er hlutverk sem ég kann afskaplega vel við,“ segir hann. 

Aron Einar að raka af sér skeggið.
Aron Einar að raka af sér skeggið.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda