Á fimm stjörnu lúxushóteli á Maldíveyjum

Aron Einar og Kristbjörg láta fara vel um sig á …
Aron Einar og Kristbjörg láta fara vel um sig á Maldíveyjum í brúðkaupsferðinni. samsett mynd/Kristinn Magnússon, hurawalhi.com

Aron Einar Gunnarsson, fyrirliði íslenska landsliðsins, og eiginkona hans, fitnesdrottningin Kristbjörg Jónasdóttir, eyða nú hveitibrauðsdögunum á fimm stjörnu lúxushóteli á Maldíveyjum. 

Hótelið sem hjónakornin eru á heitir Hurawalhi Island Resort og er hið glæsilegasta með 9,3 í einkunn á booking.com. Hótelið samanstendur af litlum húsum sem liggja úti í sjó. Hægt er að velja mismunandi tegundir herbergja en Aron Einar og Kristbjörg völdu sér herbergi með lítilli sundlaug. 

Hótelið liggur úti í sjó.
Hótelið liggur úti í sjó. ljosmynd/hurawalhi.com

Það tók Aron Einar og Kristbjörgu 27 klukkutíma að komast á leiðarenda en sé skoðað flug ár fram í tímann til Maldíveyja kostar flug fyrir einn aðra leiðina í júní 2018 um 170.000 krónur. En þá á eftir að bóka flug á eyjuna sem hótelið er á. 

Gisting í eina nótt í júní árið 2018 með öllu inniföldu kostar 150.000 krónur nóttin en á hótelinu er glæsilegur veitingastaður. 

Það er bæði hægt að baða sig í sundlauginni og …
Það er bæði hægt að baða sig í sundlauginni og í sjónum. ljosmynd/hurawalhi.com

Húsið sem þau dvelja í er með sundlaug en það er hægt að skella sér beint í sjóinn af einkaveröndinni. Auk þess er líkamsræktaraðstaða á hótelinu sem hjónin hafa notið góðs af. 

Fyrir utan það að liggja í sólbaði á hótelinu er hægt að fara í spa, kafa með gullfalllegum fiskum og fara í brúðkaupsmyndatöku ásamt því að skella sér í fótbolta eða tennis. 

Það er fallegt á Maldíveyjum.
Það er fallegt á Maldíveyjum. ljosmynd/hurawalhi.com
Hótelið er hið glæsilegasta.
Hótelið er hið glæsilegasta. ljosmynd/hurawalhi.com
Útsýnið er dásamlegt.
Útsýnið er dásamlegt. ljosmynd/hurawalhi.com
Hótelveröndin.
Hótelveröndin. ljosmynd/hurawalhi.com
Glæsilegur bar á hótelinu.
Glæsilegur bar á hótelinu. ljosmynd/hurawalhi.com
Loftslagið á Maldíveyjum er gott.
Loftslagið á Maldíveyjum er gott. ljosmynd/hurawalhi.com
Skemmtileg hönnun prýðir hótelið.
Skemmtileg hönnun prýðir hótelið. ljosmynd/hurawalhi.com
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda