Óvænt 50 ára afmæli Jóns Ásgeirs

Jón Ásgeir Jóhannesson varð 50 ára 27. janúar síðastliðinn. Vinir …
Jón Ásgeir Jóhannesson varð 50 ára 27. janúar síðastliðinn. Vinir og fjölskylda héldu óvænta veislu fyrir hann. mbl.is/Kristinn Ingvarsson

Jón Ásgeir Jóhannesson athafnamaður fagnaði 50 ára afmæli sínu 27. janúar. Á föstudagskvöldið hélt fólkið hans óvænta veislu fyrir hann. Afmælið var haldið við Hverfisgötu í Reykjavík eða í sama húsi og 101 Hótel, en gengið er inn í húsnæðið í portinu við Stjórnarráðið. 

Afmælisbarnið sjálft, sem varð 50 ára 27. janúar, hafði ekki hugmynd um veisluna en þegar hann mætti um kl. 20.00 um kvöldið voru vinir hans og fjölskylda samankomin til að fagna honum og þessum stóra áfanga. Meðal gesta voru Þorsteinn M. Jónsson, oft kenndur við Kók, Tryggvi Jónsson og Pálmi Haraldsson svo einhverjir séu nefndir. 

Þótt flott tónlistaratriði væru í boði í afmælinu var enginn tryllingur í gangi. Afmælið var til dæmis mun lágstemmdara en brúðkaup Jóns Ásgeirs og Ingibjargar sem fram fór í nóvember 2007. Þá var um 300 manns boðið í Fríkirkjuna í Reykjavík og var glæsileg veisla haldin í Hafnarhúsinu þar sem erlendir aðilar voru kallaðir til, til að skreyta salinn svo dæmi sé tekið. 

Jón Ásgeir er mikill aðdáandi Björns Jörundar og Ný danskrar og spilaði Björn Jörundur í afmælinu, en þar var líka Bubbi Morthens og rokkhljómsveitin Dimma og hljómsveitin Babies sem samanstendur af fimm stuðboltum, þeim Ingimundi og Ísaki Erni Guðmundssonum, Ingibjörgu Elsu Turchi, Magnúsi Magnússyni og Zakaríasi Herman Gunnarssyni. Sveitin sérhæfir sig í helstu hitturum níunda áratugarins og þykir góð í að skapa frábæra stemningu.

Smartland óskar Jóni Ásgeiri til hamingju með afmælið. 

Ingibjörg Pálmadóttir og Jón Ásgeir Jóhannesson.
Ingibjörg Pálmadóttir og Jón Ásgeir Jóhannesson. mbl.is/Sverrir Vilhelmsson
Pálmi Haraldsson mætti í afmælið.
Pálmi Haraldsson mætti í afmælið.
Þorsteinn M. Jónsson.
Þorsteinn M. Jónsson. mbl.is/Kristján Kristjánsson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda