Verður komin 30 vikur á HM

Kristbjörg lætur óléttuna ekki stoppa sig.
Kristbjörg lætur óléttuna ekki stoppa sig.

Kristbjörg Jónasdóttir, einkaþjálfari og eiginkona Arons Einars Gunnarssonar, er að tryllast úr spenningi fyrir HM í fótbolta sem fram fer í Rússlandi í júní. Hún ætlar ekki að láta sig vanta til Rússlands.

Hvernig heldur þú að strákunum eigi eftir að ganga?

„Mjög vel! Þeir eru ekki þessir svokölluðu „under dogs“ lengur eins og þeir voru á EM og ég held að hin liðin viti núna aðeins betur við hverju þau eiga að búast. Það er samt alltaf eitthvað óáþreifanlegt við íslenska liðið sem allir þeirra mótherjar þurfa að taka alvarlega og passa sig á að vanmeta ekki. Þeir sem vanmeta Ísland lenda í vandræðum. Þetta er ótrúlega flottur hópur af hörkuduglegum strákum og það sem einkennir þá sem lið er að þeir eru tilbúnir að vinna sem lið og fórna sér fyrir hver annan. Þeir eru búnir að komast þetta langt á því og við förum upp úr riðlinum. Ekki spurning,“ segir hún. 

Aron Einar Gunnarsson og Kristbjörg Jónasdóttir eiga von á sínu …
Aron Einar Gunnarsson og Kristbjörg Jónasdóttir eiga von á sínu öðru barni í sumar.

Ferðu með til Rússlands? 

„Já, ég get ekki hugsað mér að missa af þessu þó svo að ég verði komin hálfa leið á fæðingardeildina þegar þetta byrjar. Tengdamamma kemur með mér á alla leikina, tengdapabbi kemur á fyrstu tvo og svo ætlar Inga vinkona mín að skella sér á leik tvö og þrjú. Það sem ég mun pakka með mér er sumarfötin, ræktarfötin, æfingarteygjurnar og svo bara góða skapið,“ segir hún. 

Hvaða áhrif hefur HM á fjölskyldulífið? 

„Áhrifin eru náttúrlega bara jákvæð. Við erum búin að vera það lengi saman að við erum alveg samstillt á þau verkefni sem Aron er í tengd fótboltanum, hvort sem það er með félagsliði eða landsliði. Ég lifi mig alveg jafn mikið inn í þetta og hann og ég reyni bara að gera allt sem ég get til að hann sé sem best undirbúinn og stemmdur. Við erum saman í þessu og hjálpumst að við að láta hlutina ganga upp.“ 

Nærðu að halda ró þinni á leikjum? 

„Ég á voðalega erfitt með það og iða frekar mikið þar sem ég á það til að stressast aðeins upp. Ég vona bara að strákarnir geri það fyrir mig að hafa þetta ekkert of spennandi svo að barnið ákveði nú ekki að koma bara fyrir tímann þar sem ég verð komin rúmlega 30 vikur.“

Aron Einar lætur meiðsli ekki stoppa sig. Hér eru þau …
Aron Einar lætur meiðsli ekki stoppa sig. Hér eru þau Kristbjörg með son sinn Óliver Breka.

Nú gengur þú með barn, hvernig hefur þú það á meðgöngunni?

„Ég átti frekar erfiðar fyrstu tólf vikurnar þar sem orkuleysi, ógleði og allur sá leiðindapakki kom. En eftir að ég varð góð af því er mér bara búið að líða mjög vel. Þessi meðganga gengur betur en sú fyrri enn sem komið er og ég hef ekkert mikinn tíma til að vera að spá í það að ég sé ólétt þar sem orkuboltinn okkar hann Óliver Breki er duglegur að halda mér á tánum.“ 

 Hvernig leggst sumarið í þig?

„Ótrúlega vel! Ég er að vinna að mjög spennandi verkefnum sem vonandi verða klár í haust þannig það er alltaf nóg að gera. HM er handan við hornið og eftir það eru bara ca 6-7 vikur þar til prinsinn lætur sjá sig. Ég er ekki búin að kaupa eina flík eða undirbúa neitt fyrir hann þannig að ætli ég fari ekki að hreiðra um mig bara þegar HM er búið, reyna að slappa af og njóta með strákunum mínum,“ segir hún. 

Óliver Breki og Aron Einar.
Óliver Breki og Aron Einar.
Alltaf stuð á vellinum.
Alltaf stuð á vellinum.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda