Skúli hélt upp á daginn í bleikum fötum

Skúli Mogensen forstjóri Wow Air hélt upp á afmæli sitt …
Skúli Mogensen forstjóri Wow Air hélt upp á afmæli sitt í Hvammsvík í Hvalfirði um helgina. Hér er hann með Birni Leifssyni, Hafdísi Jónsdóttur, Sigurði Matthíassyni og Elísabetu Traustadóttur.

Skúli Mogensen forstjóri Wow Air verður 50 ára 18. september. Hann ákvað að taka forskot á sæluna og hélt upp á afmæli sitt í Hvammsvík í Hvalfirði á laugardaginn. Það var sérstakt þema í klæðaburði eða breskt herragarðsþema. Voru gestir klæddir upp í tveed-efni, hnébuxur og með hatta. Afmælisbarnið sjálft var klætt upp í sama stíl en ögn djarfari en restin af gestunum því hann var í bleikum jakkafötum sem samanstóðu af hnébuxum, einhnepptu vesti og jakka. Við þetta var hann í hvítri skyrtu og með silkiklút um hálsinn og í gulum hnésokkum.

Veislan var hin glæsilegasta en nánustu vinum, ættingjum og samstarfsfólki var boðið í teiti sem var hálfgerð útihátíð því gestir máttu taka með sér tjöld, húsbíla eða mæta á báti en við Hvammsvík er smábátahöfn. 

Stuðmenn skemmtu gestum veislunnar og var Jakob Frímann Magnússon veislustjóri. Þegar skyggja tók komu Dj Margeir, Daníel Ágúst og Högni Egilsson og héldu uppi stuðinu með sínum hætti. Miklar og góðar veitingar voru í boði en besta afmælisgjöfin var líklega veðrið. Eftir samfellda rigningartíð braust sólin fram og skein skært allan daginn eða þangað til skyggja tók.  

Skúli Mogensen, forstjóri Wow Air.
Skúli Mogensen, forstjóri Wow Air.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda