„Stundum upplifi ég heimilið eins og fangelsi“

Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir.
Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir.

Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir, annar af ritstjórum Stundarinnar, greindist með kórónuveiruna og er nú á 24. degi í einangrun. Í einlægum pistli á Stundinni lýsir hún því hvernig henni er búið að líða. 

„Ég er nú á 24. degi í einangrun og hef aldrei verið svona lengi ein, án snertingar við annað fólk. 

Stundum upplifi ég heimilið eins og fangelsi. 

Ég veit samt að það er ósanngjörn samlíking, það að vera heima hjá sér í einangrun er ekkert í líkingu við það að vera fastur í fangelsi. Ég veit það vegna þess að ég hef farið í fangelsi til að fjalla um aðstæður fanga. Eftir fjóra daga í Kvennafangelsinu í Kópavogi helltist skyndilega yfir mig innilokunarkennd, ég varð að fara strax og kom aldrei aftur. Samt hafði ég alltaf farið heim á kvöldin til að sofa. Á Hólmsheiði fékk ég svipaða tilfinningu, þótt aðbúnaður væri betri var snertingin við starfsfólkið minni, lítið um lausnir og konur sem voru læstar inni fóru jafnvel aftur út, beint á götuna þaðan sem leiðin lá aftur í fangelsi. Í fangelsum er meðal annars fólk sem hefur átt erfitt uppdráttar í uppeldi, þar er fólk sem hefur lent í áföllum, einelti, misnotkun og misnotað fíkniefni. Fólk sem hefur valdið sér og öðrum skaða og þarf að takast á við afleiðingarnar af því. Þar er fólk sem er með alvarlegan geðrænan vanda og þar er fólk sem missir geðheilsuna vegna þess að það er lokað inni.

Faraldurinn hefur aukið enn á einangrun þeirra.

Samanburðurinn er skakkur, ég veit það. 

Ég er hins vegar farin að skilja betur af hverju einangrun hefur svona slæm áhrif á fólk,“ segir Ingibjörg Dögg en hægt er að lesa pistilinn í heild sinni HÉR. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda