Lífið breyttist eftir ADHD-greiningu

Notalegheitin svífa yfir vötnum hjá þeim Loga Bergmann og Emilíönu Torrini í einlægu samtali yfir varðeldi í næsta þætti af Með Loga. Þar segir Emilíana frá því hversu flókið það reyndist henni í fyrstu að samhæfa vinnu og fjölskyldulíf og hversu furðu lostin hún var þegar hún svo greindist með ADHD. 

„Nú er ég farin að skilja sjálfa mig betur og hætt í þessari skömm,“ segir Emilíana og segist vona að fólk hætti að vera lokað á að tala um geðheilsu sína, að það verði skilningur á því að það sé í lagi að vera viðkvæmur.

Þáttinn í heild sinni má sjá í Sjónvarpi Símans Premium á fimmtudaginn.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda