Missti pabba sinn 14 ára og flutti í bæinn

Víkingur Kristjánsson leikari og handritshöfundur.
Víkingur Kristjánsson leikari og handritshöfundur.

Vík­ing­ur Kristjáns­son er landsþekkt­ur leik­ari í dag en saga hans var ekki bein braut. Hann lýs­ir sjálf­um sér sem A-manni, sem sef­ur því hann þarf þess og kann ekki á snooze-takk­ann, en einnig sem kvíðasjúk­lingi. Auk leik­list­ar hef­ur hann starfað við ým­is­legt; keyrt lyft­ara, skrifað texta fyr­ir fyr­ir­tæki og unnið á leik­skóla, í kring­um leik­list­ar­verk­efn­in sem komu stund­um í rykkj­um. Nú um pásk­ana verður frum­sýnd ný þáttaröð eft­ir Vík­ing titluð „Veg­ferðin“, en með aðal­hlut­verk þar fara Vík­ing­ur sjálf­ur og Ólaf­ur Darri Ólafs­son í leik­stjórn Bald­vins Z. Vík­ing­ur er drift­ug­ur maður, var meðal stofn­enda leik­hóps­ins Vest­urports, hvaðan sem hann á marg­ar frá­bær­ar sög­ur að segja. Til að mynda eru fáir sem geta sagst hafa dottið í fangið á Ólafi Ragn­ari Gríms­syni þáver­andi for­seta – á laun­um. Hann er gest­ur Snæ­björns Ragn­ars­son­ar í hlaðvarpsþætt­in­um Snæ­björn tal­ar við fólk. 

Vík­ing­ur seg­ir frá því í þætt­in­um þegar hann flutti til Ísa­fjarðar þegar hann var lít­ill en flutti þaðan 13-14 ára eða um svipað leyti og faðir hans féll frá. Faðir hans lést í flug­slysi og í fram­hald­inu tók móðir hans þá ákvörðun að flytja með barna­hóp­inn sinn frá Vest­fjörðum til höfuðborg­ar­inn­ar. Á þess­um tíma hafði móðir hans misst tveggja ára dótt­ur sína en var með sex börn á sínu fram­færi.

Síðar átti Vík­ing­ur eft­ir að flytja aft­ur vest­ur þegar hann kynnt­ist konu frá Suður­eyri. Þar bjuggu þau sam­an í þrjú ár en á meðan vann hann í fiski. 

Um að kom­ast yfir hjall­ann að gera eitt­hvað.

„Oft sem maður [...] heyr­ir þetta og bara, „já ein­mitt ein­mitt, gera þetta bara, maður ger­ir þetta bara ...“ [...] Það er hæg­ara sagt en gert. En það er þrösk­uld­ur­inn, sko. [...] og auðvitað part­ur af því [...] að fara fara yfir þenn­an þrösk­uld er vænt­an­lega að þú hef­ur áhyggj­ur af því að þetta sé drasl. En þegar þú hætt­ir að hafa áhyggj­ur af því – kannski er þetta bara drasl og eins og þegar ég var að skrifa þessa seríu, ég var ekk­ert eitt­hvað „ég ætla að gera eitt­hvað geggjað stöff hérna“ – ég var bara eitt­hvað að hafa gam­an af þessu, skil­urðu. Og all­ar áhyggj­ur af því að þetta sé ekki „masterpiece“ held­ur bara eitt­hvað sem þú ert að læra af og hafa gam­an af, þá er auðveld­ara að fara yfir þenn­an þrösk­uld sko, myndi ég halda.“

Vík­ing­ur hef­ur unnið ýmsa vinnu meðfram leik­list­inni. Til að mynda vann hann á leik­skóla þar sem hon­um var sýnd­ur skiln­ing­ur fyr­ir því að hann þyrfti stund­um að hlaup­ast á brott í leik­list­ar­verk­efni, en fékk að koma aft­ur.

„Ég var að vinna til dæm­is í tvö ár á leik­skóla. Sveppi var ein­mitt ... ég var að vinna á leik­skóla sem Sveppi var að vinna á. Hann var í sömu, ein­hvern veg­inn, að gera alls kon­ar og þá var hann að vinna á leik­skóla. Þetta var áður en hann var svona, fór að verða brjálað að gera hjá hon­um. En ég bara var frá­bær leik­skóla­kenn­ari og skemmti­leg­ur, og sinnti því bara „full force“ og var með frá­bær­an leik­skóla­stjóra sem bara ... sagði bara já.“

 „Veg­ferðin“, nýja serí­an sem Vík­ing­ur skrifaði fyr­ir sig og Ólaf Darra Ólafs­son, verður til þegar Darri kem­ur til hans með litla hug­mynd að þátt­um. Þætt­irn­ir eru um tvo vini á mis­mun­andi stað í líf­inu, starfs­ferl­in­um og heim­in­um. Per­són­urn­ar eru í grunn­inn byggðar á fé­lög­un­um sjálf­um, Darra og Vík­ingi, en þó í mjög ýkt­um út­gáf­um.

Hægt er að hlusta á þátt­inn í heild sinni á hlaðvarpsvef mbl.is. 

Snæbjörn Ragnarsson og Víkingur Kristjánsson.
Snæ­björn Ragn­ars­son og Vík­ing­ur Kristjáns­son.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda