Fékk 40 stiga hita og blaðraði einhverja vitleysu í covid-móki

Jóhannes Ásbjörnsson hefur ekki fundið bragð af neinu undanfarna mánuði eftir að hafa smitast frekar heiftarlega af kórónuveirunni. Þrátt fyrir að vera veitingamaður þar sem allt snýst um mat og gott bragð lætur hann þetta ekki trufla sig því það er gleðin sem gildir hjá þessum einstaka manni. Hann opnar heimili sitt í næsta þætti af Með Loga, fer í bíltúr með honum um æskuslóðirnar, fær sér borgara úti í skógi og gefur Loga að sjálfsögðu líka. 

Hér lýsir hann því þegar sjúkrabíllinn sótti hann heim um miðja nótt og fjórir sjúkraflutningamenn, klæddir eins og geimverur, báru hann út í bíl. Hann var þá með óráði, kominn með yfir fjörutíu stiga hita og konan hans heyrði hann þvaðra um þríhyrninga sem pössuðu ekki saman. 

„Þetta var svolítið tryllt,“ viðurkennir Jói. 

Þátturinn er framleiddur hjá Skot Productions og kemur í fullri lengd í Sjónvarp Símans Premium á fimmtudaginn. Hann verður einnig sýndur í opinni dagskrá þá um kvöldið kl. 20:00.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda