Væri eins og flugdreki ef hann hefði ekki kvænst

Ásmundur Einar Daðason.
Ásmundur Einar Daðason. mbl.is/Árni Sæberg

Ásmund­ur Ein­ar Daðason er fyrsti fé­lags- og barna­málaráðherra Íslands, enda sá sem átti hug­mynd­ina að stöðunni. Mikið af vinnu hans er drifið áfram af eig­in reynslu af flók­inni æsku, en sem barn gekk Ásmund­ur í sjö grunn­skóla á átta árum, í tveim­ur lönd­um. Ásmund­ur hef­ur unnið öt­ult starf í þágu barna­heill­ar á Íslandi en leiðin lá þó ekki alltaf á þing; hann er menntaður bú­fræðing­ur og stefndi lengi á að reka sitt eigið bú. Hann á átta hunda, nýt­ur kosn­inga­bar­átt­unn­ar og leit­ar sér að áhuga­máli til að deila með kon­unni þegar ung­arn­ir fljúga úr hreiðrinu. Um þess­ar mund­ir spila þau golf. Mest hlakk­ar Ásmund­ur til að sjá hvert leið hans ligg­ur í slöngu­spili lífs­ins. Hann er gest­ur Snæ­björns Ragn­ars­son­ar í hlaðvarpsþætt­in­um, Snæ­björn tal­ar við fólk. 

Ásmund­ur lagði sig sér­stak­lega eft­ir því að fá að verða barna­málaráðherra meðfram fé­lags­málaráðuneyt­inu. Hann var upp­haf­lega fé­lags- og jafn­rétt­is­málaráðherra en ákvað í sam­ráði við Katrínu Jak­obs og Sig­urð Inga að taka frem­ur titil­inn fé­lags- og barna­málaráðherra og færa jafn­rétt­is­mál­in til for­sæt­is­ráðherr­ans. Með þessu vildi Ásmund­ur vinna staðfast­lega að því að bæta mál­efni barna frá grunni og upp, frek­ar en að „slökka elda“ þegar þeir birt­ust.

Ásmund­ur ólst upp við mik­inn óstöðug­leika í æsku. Hann gekk í sjö grunn­skóla á 8 árum, bjó í tveim­ur lönd­um og leitaði mikið til afa síns í sveit­inni. Í dag vildi hann ekki breyta þessu þar sem hann tel­ur mót­lætið í æsku hafa mótað sig sem mann­eskju í dag. Á eldri árum hef­ur hann unnið mikið í sjálf­um sér og bygg­ir á þess­ari reynslu í ráðuneyt­is­vinnu sinni.

Um vinnu sína á Alþingi, breyt­ing­ar í meðferð mál­efna barna og hvort það sé ekki erfitt að vinna með jafn stór­um hóp­um og hann ger­ir.

„Ég trúi bara á þess­ar breyt­ing­ar og það er það sem tos­ar í mig. [...] Maður finn­ur líka ork­una hjá þeim sem eru að vinna í þess­um mála­flokki. Það eru all­ir svo vilj­ug­ir til þess að breyta, mér finnst það vera svo já­kvætt [...] Og halda áfram að hafa alla við borðið, vegna þess að það er svo mik­ill mis­skiln­ing­ur að lyk­ill­inn að því að ná fram stór­um breyt­ing­um sé ein­hvern veg­inn sá að vera bara einn í lest­inni og keyra hana bara fast áfram. Vegna þess að stóru breyt­ing­arn­ar verða þegar þú færð alla með þér. Vegna þess að þegar að við vor­um með alla þessa stóru fundi þar sem mætti 500 manns úr ólík­um kerf­um, og fólk sem hafði hingað til verið að ríf­ast og maður set­ur það við borðið og seg­ir „hérna, finniði lausn!“ Þá verður til orka!“

Eft­ir að for­eldr­ar Ásmund­ar skildu bjó hann hjá móður sinni og þau fluttu mjög oft, bæði inn­an Íslands og að end­ingu til Nor­egs. Í mörg ár bjó Ásmund­ur við óreglu og of­beldi á heim­ili, en þegar til Nor­egs var komið hafði hann ekki leng­ur bak­land til að leita til endr­um og eins. Fyr­ir vikið fann hann sér fé­lags­skap sem hefði getað leitt hann á glap­stigu og tók hann þá ákvörðun á unglings­ár­um að hann skyldi flytja heim til Íslands til að búa hjá föður sín­um. Í gegn­um öll árin, fyr­ir og eft­ir flutn­ing til föður síns, var hann alltaf mjög já­kvæður og drift­ug­ur ung­ur maður þrátt fyr­ir erfiðleik­ana í kring­um sig. Það var ekki fyrr en hann var kom­inn í stjórn­mál­in sem hann fann að hann héldi hlut­um í ákveðinni fjar­lægð og hleypti þeim ekki of ná­lægt sér. Á end­an­um er það eig­in­kona Ásmund­ar sem hjálp­ar hon­um að vinna sig í gegn­um þess­ar áskor­an­ir æsk­unn­ar og tækla mál­in op­in­skátt. Í dag þykir hon­um mjög vænt um móður sína og sér í henni það fólk sem hann vill ná að hjálpa í dag.

Ásmund­ur hóf að opna sig þegar hann fann að hann þyrfti að vinna í sín­um mál­um til að geta látið sam­band sitt og eig­in­kon­unn­ar end­ast. Þá fór hann á Al-Anon fundi, sem eru fund­ir fyr­ir aðstand­end­ur fólks með áfeng­is­vanda, þar sem hann hlustaði á mörg deila sög­um sín­um sem líkt­ust hans sögu. Ásmund­ur seg­ist ekki hafa tekið öll skref­in í Al-Anon sök­um eig­in meðvirkni, en að mæta á fundi hafi opnað augu hans og gert hon­um kleift að vinna í sín­um mál­um. Hann eigi þó sína slæmu daga inn á milli þar sem kvíðinn tek­ur yfir.

Ásmund­ur fer fögr­um orðum um kon­una sína og seg­ir hana hafa verið ástæðan fyr­ir því að hann hóf að vinna í sín­um mál­um og opna sig varðandi æsku sína. Hún gefi hon­um þó eng­an af­slátt og láti hann vita ef hann fer að reika af leið.

„Ég er þar að þegar ég er orðinn mjög hyper og al­veg bara er að byrja að loka og er aft­ur að fara inn í þessa [...] skel, þá er það sem að kon­an mín [...] verður pirruð og seg­ir „heyrðu Ási, nú þarftu aðeins að fara að vakna.“ [...] Þá verð ég pirraður aðeins og svo nokkr­um tím­um seinna eða hálf­um degi seinna þá kem ég svona til henn­ar, „heyrðu þetta er rétt hjá þér.“ Og hún kann þetta al­veg! [...] Ég hef stund­um sagt að ég held að hún sé bara akk­erið mitt og ann­ars væri ég bara eins og flugdreki hérna, sveim­andi og eng­inn að halda í bandið.“

Eft­ir að Ásmund­ur flutti heim frá Nor­egi og til föður síns í Búðár­dal ákvað hann að verða bóndi. Í dag sér Ásmund­ur að hann langaði aldrei raun­veru­lega að enda í land­búnaði, en tel­ur að hann hafi fært meðvirkn­ina af áfeng­isneyslu móður sinn­ar yfir á starf föður síns. Hann tók það svo langt að klára land­búnaðar­nám á Hvann­eyri áður en hann áttaði sig á að hjartað togaði ekki til baka í land­búnaðinn. Hann sér ekki eft­ir að hafa klárað námið en myndi velja sér annað nám í dag, nær fé­lags­fræði eða því sem teng­ist stjórn­mál­um.

Á Hvann­eyri kynnt­ist Ásmund­ur kon­unni sinni og eft­ir út­skrift fluttu þau í Búðár­dal að vinna að bú­skapn­um með föður hans. Það ent­ist þó ekki lengi og Ásmund­ur fór fyrst á þing um 27 ára gam­all, fyr­ir um ára­tug síðan.

Áhuga­mál Ásmund­ar utan stjórn­mál­anna eru til dæm­is að fara í vatna­veiði, elda góðan mat fyr­ir sig og sína, vinna með hönd­un­um og sinna áhuga­mál­um fjöl­skyld­unn­ar. Þau hjón­in eru einnig að leita sér að sam­eig­in­leg­um áhuga­mál­um til að njóta þegar börn­in hafa vaxið úr grasi. Núna eru þau að prófa golf sam­an.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda