Líður stundum eins og hún þurfi að ostaskera sjálfa sig

Brynhildur Guðjónsdóttir borgarleikhússtjóri.
Brynhildur Guðjónsdóttir borgarleikhússtjóri. mbl.is/Kristinn Magnússon

Bryn­hild­ur Guðjóns­dótt­ir er leik­kona og leik­stjóri með meiru, og hef­ur í dag sinnt starfi leik­hús­stjóra Borg­ar­leik­húss­ins í rúmt eitt og hálft ár. Því hafa vissu­lega fylgt ýms­ar áskor­an­ir á borð við ör­smá­an heims­far­ald­ur, fjölda­tak­mark­an­ir og leik­hús­lok­an­ir, en hún er þó hvergi af baki dott­in. Í dag nýt­ur hún að fá að taka al­menni­lega á því stóra verk­efni að setja sam­an leik­hús­pró­gramm fyr­ir lista­soltna þjóð. Leik­list­in á huga Bryn­hild­ar að mestu, en hún er þó einnig frönsku­mæl­andi, Aeros­mith aðdá­andi og and­legt ígul­ker í bata. Bryn­hild­ur elsk­ar að læra nýja hluti, helst erfiða, og hef­ur alla sína tíð getað fundið sög­ur í hverju skúma­skoti, sem hún svo nær­ist á að segja öðrum. Hún seg­ist ekki vita hvar sag­an sín muni enda, enda sér lífið ekki áfangastaður held­ur ferðalag. Hún er gest­ur Snæ­björns Ragn­ars­son­ar í hlaðvarpsþætt­in­um, Snæ­björn tal­ar við fólk.  

Um þess­ar mund­ir set­ur Borg­ar­leik­húsið upp sýn­ing­una 9 líf, sem fjall­ar um líf og starf Bubba Mort­hens. Bryn­hild­ur fer fögr­um orðum um þá sýn­ingu, til dæm­is um hversu hrá og mann­eskju­leg hún er.

„Eins og seg­ir í verk­inu, [...] ef maður vill vita hvernig umræðan í sam­fé­lag­inu er þá er ótrú­lega fínt að tékka á því hvað Bubbi er að segja, af því að þannig líður flest­um. Svo kem­ur eitt­hvað ofboðslega djúpt og fal­legt um ná­ungakær­leik og eitt­hvað slíkt og svo bara kort­eri seinna kem­ur eitt­hvað gott tíst um munn­mök. Og þannig erum við bara, þannig eig­um við að fá að vera. [...] Bentu mér á þá mann­eskju sem ekki er breysk.“

Bryn­hild­ur ákvað ung að verða flugmaður eða lækn­ir, sem henni þótti verða „al­menni­leg vinna“ eins og mörg önn­ur börn. Hún tók það svo langt að fara á nátt­úru­fræðibraut í fram­halds­skóla í staðinn fyr­ir að fara á mála­braut sem hún seg­ir sjálf að hefði lík­lega hentað sín­um hæfi­leik­um bet­ur. Leik­list­in var henni aldrei raun­veru­leg­ur mögu­leiki þar sem hún vissi ekki hvar hægt væri að læra list­grein­ina og koma sér áfram á þeirri braut.

Eft­ir mennta­skóla tók Bryn­hild­ur BA próf í frönsku frá Há­skóla Íslands, þar af bjó hún eitt ár í Frakklandi sem hluti af Era­smus skipti­nám­inu. Hún mæl­ir fylli­lega með því að all­ir nýti sér þann val­kost að fara í skipti­nám.

Þegar að Bryn­hild­ur áttaði sig á því að hún vildi verða leik­kona ákvað hún strax að hún þyrfti að leita út fyr­ir lands­stein­ana að námi. Hún vildi fá eins klass­ískt nám og völ var á og seg­ist hand­viss um að lít­ill bekk­ur í Leik­list­ar­skól­an­um á Íslandi hefði ekki hentað henni. Hún flaug oft til Bret­lands í inn­töku­próf á loka­ár­inu í frönsku og komst á end­an­um inn í Guild­hall School of Drama, einn virt­asta leik­list­ar­skóla Bret­lands. Eitt ár eft­ir út­skrift vann Bryn­hild­ur sem leik­ari í Bretlandi, meðal ann­ars hjá Nati­onal Theatre með jóla­sýn­ing­una um Pét­ur Pan.

Aðspurð um það hvernig hún tæk­ist á við þess­ar nýju áskor­an­ir eins og að vinna í leik­list í nýju landi, læra ný tungu­mál eða taka munn­legt próf í stærðfræði svar­ar Bryn­hild­ur á þá leið að hún ætli ekki að skor­ast und­an áskor­un­un­um.

„Það var bara að duga eða drep­ast. [...] Ekki ætla ég að drep­ast, af hverju ætti ég að gera það? [...] Ég ætla bara að gera það seinna. Sá tími mun koma og þá verð ég Bryn­hild­ur heit­in... [....] Það er ekki al­veg komið að því strax.“

„Þetta er bara ein­hver far­veg­ur [...] Lífið er alltaf bara eins og stór­fljót – hjá mér. [...] Það er bara áfram og maður bara flýt­ur með. Það er held ég, auðvitað, sko dugnaður og ein­hver metnaður og ein­hver hug­sjón stýr­ir manni, en það er bara [...] til að maður geti fyllt upp í sig sjálf­an en svo verður maður bara að ber­ast með straumn­um.“

Ein þeirra sýn­inga sem Bryn­hild­ur hef­ur komið að sköp­un á var sýn­ing­in Brák, sem sam­in var um konu sem hét Þor­gerður en oft­ast kölluð Brák, sem ein­ung­is var nefnd ör­stutt í Eg­ils sögu. Bryn­hild­ur seg­ir það hafa verið mikla áskor­un að búa til heila sýn­ingu sem end­ast átti heila kvöld­stund út frá þrem­ur lín­um í verki um ann­an mann, en áhrif Brák­ar finn­ist víða. Sýn­ing­in var sett upp á Sögu­loft­inu í Land­náms­setrinu í Borg­ar­nesi og Bryn­hild­ur sagði samn­ingi sín­um við Þjóðleik­húsið til þess að geta tekið þetta verk­efni að sér.

Fyr­ir um einu og hálfu ári tók Bryn­hild­ur við starfi sem leik­hús­stjóri Borg­ar­leik­húss­ins, sem er stórt verk­efni í hvaða ár­ferði sem er. En vissu­lega set­ur það strik í reikn­ing­inn að fljót­lega eft­ir það skall á heims­far­ald­ur COVID-19 og hurðum skellt í lás í leik­hús­un­um sem og ann­ars staðar. Bryn­hild­ur þigg­ur starfið, 14. fe­brú­ar 2020 er hún til­kynnt sem verðandi leik­hús­stjóri, 24. fe­brú­ar tók hún við leik­hús­inu og 13. mars var dyr­um lokað. Í dag hef­ur náðst að setja af stað sýn­ing­ar sem voru komn­ar í sýn­ingu fyr­ir heims­far­ald­ur og seg­ist Bryn­hild­ur vona að hún nái brátt að byrja að leik­stýra sjálf, enda sé það ávallt gott að leik­hús­stjór­ar séu starf­andi lista­menn. Þó myndi hún ekki leika sjálf enda þykir henni ólíkt að leik­hús­stjóri stýri sýn­ing­um og starfi sem leik­ari.

Bryn­hild­ur tel­ur að COVID tím­inn hafi verið mjög stremb­inn og muni birt­ast í áfall­a­streiturösk­un eða öðrum álags­ein­kenn­um þegar fram líða stund­ir.

„Þetta COVID verk­efni það – það var bara al­veg rosa­lega skrítið verk­efni og ég held ég hafi sagt það ein­hvers staðar áður líka að það kem­ur ábyggi­lega svona áfall­a­streiturösk­un eft­ir svona 10 ár, þá á maður eft­ir að sitja og hugsa „hvað í ósköp­un­um gerðist þarna?“ [...] Og stund­um líður manni eins og maður sé bara að fara með osta­skera á sjálf­an sig, það er búið að ydda fram­an af öll­um tauga­end­um og maður er bara eins og and­legt ígul­ker! [...] En eitt­hvað sem að var bara eins og gló­andi hnött­ur í hönd­un­um á manni fyr­ir 18 mánuðum er það ekki leng­ur. Og eitt­hvað sem var óyf­ir­stíg­an­legt verk­efni þá er bara verk­efni sem er bara leyst og svo höld­um við áfram.“

Í dag líður Bryn­hildi loks­ins að hún sé orðin leik­hús­stjóri Borg­ar­leik­húss­ins, þegar búið er að af­nema grímu­skyldu og hólfa­skipt­ingu.

Nú­ver­andi leik­hús­tíma­bil stíl­ar inn á þá spurn­ingu um hvernig er að vera við, við sem búum á Íslandi. Mik­il áhersla er lögð á börn og að bjóða vel­komna nýja áhorf­end­ur, til að mynda er ein sýn­ing á pólsku: Tu jest za drogo sem þýðir „Úff hvað allt er dýrt hérna “ – til­finn­ing sem marg­ir aðflutt­ir Íslend­ing­ar kann­ast lík­lega við. Íslend­ing­in er fyr­ir alla, þó hún sé á pólsku en textun er í boði fyr­ir ís­lensku- og ensku­mæl­andi áhorf­end­ur.

Hvað tek­ur við eft­ir að leik­hús­stjóra­starf­inu lýk­ur er ekki ljóst, seg­ir Bryn­hild­ur. Það verður þó eitt­hvað spenn­andi og gæti al­veg verið eitt­hvað utan leik­húss­ins – þó hún bú­ist ekk­ert frek­ar við því.

Hægt er að hlusta á þátt­inn í heild sinni á hlaðvarpsvef mbl.is. 

Snæbjörn Ragnarsson og Brynhildur Guðjónsdóttir.
Snæ­björn Ragn­ars­son og Bryn­hild­ur Guðjóns­dótt­ir.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda