„Ég svaf ekki um nóttina ef ég tapaði“

Heimsmeistari Einars Kárasonar rithöfundar segir frá glötuðum snillingi sem er ævifangi síns hrjúfa lundernis. Í sam­starfi Smart­lands og For­lags­ins tal­ar hann um nýj­ustu bók sína 

„Ég var geysilegur áhugamaður um skák sem barn og unglingur. Ástæðan fyrir því að ég hætti var að ég var svo tapsár. Ég var alveg í öngum mínum ef ég tapaði skák og svaf ekki um nóttina. Myrkar hugsanir leituðu á mig,“ segir Einar en í Heimsmeistaranum skrifar hann um ungan sérvitran mann sem keppir um heimsmeistaratitil í skák í smáborginni Reykjavík. Sigurvegarinn eignaðist vinskap heimafólks sem löngu síðar bjargaði honum úr ógöngum. 

Mörgum árum síðar hefur þessi hornótti einfari komið sér í meiri háttar ónáð hjá stjórnvöldum heimalands síns og situr í japönsku fangelsi, einmana og smáður. Þá grípa velunnarar frá eyjunni í norðri til sinna ráða og sækja heimsmeistarann yfir hálfan hnöttinn – en flóttinn til Íslands er dýru verði keyptur.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál