„Tek verstu hlutina í fari sjálfrar mín og skrúfa þá upp“

Rithöfundurinn Þórdís Helgadóttir er höfundur skáldsögunnar Armeló sem fjallar um Elfur en í bókinni tekst höfundur á við áleitnar spuringar. Í samstarfi Smartlands og Forlagsins segir hún frá verki sínu. 

„Tek verstu hlutina í fari sjálfrar mín og skrúfa þá upp,“ segir Þórdís. 

Einhverra hluta vegna er Elfur komin í smábæ úti í rassgati í hitabylgju með Birgi sem skyndilega er horfinn. Hann er ekki bara horfinn heldur líka bílinn og farangurinn. Elfur skilur ekkert í þessu því Birgir er ekki beint hvatvís. Reyndar hefur framtaksleysið alltaf verið límið í hjónabandinu – og kannski er það af einskæru framtaksleysi sem Elfur ákveður, frekar en að takast á við aðstæðurnar, að ganga beint af augum út í skóg.

„Enginn sem ég þekki þarf að vera hræddur, ég er ekki að skrifa þau inn í söguna,“ segir hún og nefnir að bókin sé svona Eat Pray Love - bara snúið á haus. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál