Nóttin: Nýjasta ofurparið fór í sund og Ingibjörg gerði vel við sig

Nóttin fór upp í Árbæ á föstudaginn til að sækja …
Nóttin fór upp í Árbæ á föstudaginn til að sækja pabba sinn á herrakvöld Fylkis. Samsett mynd

Nóttin er alveg að gefast upp á þessum janúar. Eina ljósið í myrkrinu eru helgarnar. Föstudagar, laugardagar og sunnudagar eru klárlega bestu dagar vikunnar. Þessi færð, þessi snjókoma. Það er ekki hægt að bjóða fólki upp á þetta og alls ekki fólki sem er í virkri makaleit eins og Nóttin. 

Aldrei þessu vant var Nóttin ekki með neitt plan fyrir helgina og þegar það var kominn fimmtudagur bað pabbi hana um að gera sér greiða. Honum hafði óvænt verið boðið á herrakvöld í úthverfi og treysti því ekki að leigubílar færu svona langt. Hann bað Nóttina því um að sækja sig um miðnætti upp í Árbæ þar sem herrakvöld Fylkis fór fram. Nóttin var ekki alveg til í fyrstu enda hélt að Hraunbær væri bara ódýr gata í Mónapólý. Hún gat ekki sagt nei við pabba. Allir vinirnir í útlöndum á skíðum eða á handboltasamkomu í Þýskalandi. Nóttin myndi náttúrlega aldrei láta sjá sig innan um handboltabullur en í byrjun vikunnar dauðsá hún eftir að hafa ekki farið ef marka mátti öll flottheitin sem blöstu við á Instagram. Inga Tinna á fimm stjörnu hóteli - eða nei. Myndin var víst fótósjoppuð. 

Til að drepa tímann áður en Nóttin þurfti að sækja pabba í sveitina kíkti hún í einn léttan drykk og mat á Sushi Social. Ef það er eitthvað sem getur hresst fólk við á köldum janúarkvöldum þá er það djúpsteikt kvikyndi í rúlluformi og einn kokteill. Birgir Jónsson forstjóri Play var í góðum gír á staðnum. Þar var líka Gerður Arinbjarnardóttir í hjálpartækjaversluninni Blush. Þau voru reyndar ekki saman þarna heldur á sitthvoru borðinu. 

Flugrekstur Birgir Jónsson, forstjóri Play.
Flugrekstur Birgir Jónsson, forstjóri Play.
Gerður Huld Arinbjarnardóttir.
Gerður Huld Arinbjarnardóttir.

Nóttin hefði getað verið miklu lengur á Sushi Social því það var svo mikið ógnarstuð á staðnum en þá hringdi pabbi og spurði hvort ég væri ekki að koma. Hann er náttúrlega að eldast og getur ekki djammað fram á nætur. Nóttin sá sæng sína útbreidda, fyrst sætu mennirnir væru ekki í biðröð á lögmannsstofunni þá væru þeir hugsanlega á herrakvöldi Fylkis í Árbænum svo hún settist upp í jeppann hans pabba og spændi af stað. 

Nóttinni dauðbrá þegar hún labbaði inn í Fylkishöllina. Þar stóð pabbi í anddyrinu með málverk í fanginu. Eitthvað voru menn orðnir hressir og ekki laust við að gamlar fótboltakempur væru búnar að fá sér aðeins of mikið í tánna. Um það bil sem stympingar voru að brjótast út fór Nóttin út í nóttina með pabba sínum með um það bil ljótasta listaverk sem sögur fara af undir hendinni. 

Þegar Nóttin keyrði pabba heim í Akrahverfið dauðvorkenndi hún honum. Hún vissi að nýja konan hans myndi aldrei samþykkja að þessi hryllingur yrði hengdur upp á vegg innan um gömlu meistarana og plakötin með hvatningarorðunum sem kærastan hélt svo mikið upp á. 

Nóttin vaknaði eiturhress á laugardeginum og ætlaði nú bara að fara í bröns og fara í Kringluna og kaupa eitthvað. Þá hringdi Hrönn vinkona hennar og grátbað hana um að koma með sér á árshátíð Arion banka um kvöldið. Náunginn sem Hrönn er að deita hætti skyndilega við að mæta með henni og því þurfti Nóttin að hlaupa í skarðið fyrir fyrrverandi Herra Ísland.

Árshátíðin fór fram í Hörpu og var hin glæsilegasta. Þar var Páll Óskar að skemmta. Allt ógurlega dýrt og fínt, samt var ekki boðið upp á gull í matinn sem var ákveðinn skellur. Á árshátíðinni voru Júlí Heiðar og Þórdís Björk Þorfinnsdóttir. Benedikt Gíslason bankastjóri mætti í sparifötunum með sparibrosið og það gerði Iða Brá Benediktsdóttir aðstoðarbankastjóri líka. Nadía Katrín Banine fyrrverandi Innlit/útlit stjarna og fasteignasali mætti með sínum glæsilega eiginmanni Gunnari Sturlusyni. Halla Vilhjálmsdóttir verðbréfamiðlari var í ógnarstuði og það var nýjasti bankastarfsmaðurinn Sverrir Norland líka. Þar voru líka Magnea Björg Jónsdóttir LXS-skvís. 

Björgólfur Guðmundsson.
Björgólfur Guðmundsson. mbl.is/Kristinn Ingvarsson

Á meðan bankamenn skemmtu sér í Hörpunni var Björgólfur Guðmundsson, fyrrverandi formaður stjórnar Landsbankans, á Hafnartorgi Gallery, sem er mathöll, en þar var líka Patrik Atlason í síðri kápu. 

Hinrik Pálsson, formaður Kraftlyftingasambands Íslands.
Hinrik Pálsson, formaður Kraftlyftingasambands Íslands. Ljósmynd/Kraft.is

Sunnudagurinn kallaði á eitthvað ofurflippað eins og að fara út úr bænum, aftur, hver fer í úthverfi tvisvar sömu helgina? Góðærislaugin á Álftanesi varð fyrir valinu. Þar var ekki þverfótað fyrir heilsusamlegu fólki. Þar var Hinrik Pálsson formaður Kraftlyftingasambandsins ásamt Margréti Valdimarsdóttur afbrotafræðingi. Þar var líka Kolbrún Pálína Helgadóttir markaðsmanneskja og jógakennari og Jón Kaldal besti vinur laxastofnsins og fyrrverandi ritstjóri Fréttablaðsins. 

Margrét Valdimarsdóttir.
Margrét Valdimarsdóttir. Ljósmynd/Aðsend
Kolbrún Pálína Helgadóttir
Kolbrún Pálína Helgadóttir mbl.is/Eggert Jóhannesson
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir.
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir. mbl.is/Arnþór Birkisson

Nóttin var allan mánudaginn að jafna sig eftir að hafa krassað árshátíð Arion banka. Þessi virka makaleit tekur á! Hún náði samt að feika sig í gegnum daginn sem endaði eiginlega í Hagkaup á Seltjarnarnesi þar sem hún gekk í flasið á Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur fyrrverandi allskonar. Nóttin tók andköf því hún hélt að kommúnistar versluðu ekki í Hagkaup. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál