Bryndís Björg Einarsdóttir, rekur verslunina Kastaníu ásamt Ólínu Jóhönnu Gísladóttur og eiginmönnum þeirra. Hún segir að bestu fatakaupin hafi verið blá dragt sem hún gekk mikið í fyrir 13 árum, en hún var einmitt í dragtinni þegar hún krækti í eiginmann sinn, Sigmar Vilhjálmsson.
Veist þú nákvæmlega hvernig þú átt að klæða þig?
„Oftast, en stundum koma dagar þar sem mér finnst ég eiga ekki neitt til að fara í.“
Hvernig föt klæða þig best?
„Gallabuxur, skyrta og háir hælar.“
Fyrir hverju fellur þú oftast?
„Skyrtum og flottum fylgihlutum sem tekið er eftir.“
Hvernig klæðir þú þig dagsdaglega?
„Ég er með mjög klassískan stíl en ég elska að poppa upp dressið með litríkum og flottum fylgihlutum.“
Hvernig klæðir þú þig þegar þú ert að fara eitthvað fínt?
kjól og háa hæla.“
Hvað er að finna í fataskápnum þínum?
„Gallabuxur, skyrtur, stuttbuxur, jakka, kjóla og litríkar silkislæður.“
Verstu fatakaupin?
„Leðurjakki sem ég notaði einu sinni.“
Bestu fatakaupin?
„„Bláa dragtin“ en í henni heillaði ég manninn minn upp úr skónum fyrir 13 árum síðan. Hún hangir ennþá inni í skáp.“
Eru einhver tískuslys í fataskápnum þínum?
„Ekki lengur, er nýbúin að taka vel til í fataskápnum.“
Hvað myndir þú aldrei fara í? „Sítt pils.“
Hvað finnst þér flott á öðrum en myndir aldrei fara í sjálf? „Bleik föt.“
Uppáhaldsmerki?
„Ég elska fötin frá French Connection og S´NOB. Svo er Ed Hardy með æðislega fylgihluti sem ég fíla.“
Uppáhaldslitir?
„Rauður og turkís.“
Ef peningar væru ekki vandamál, hvað myndir þú kaupa þér?
„Er ekki með neitt sérstakt í huga, en alveg örugglega eitthvað fallegt sem yrði á vegi mínum.“