Passaði upp á að brúðurin væri „gordjöss“

Kristbjörg Jónasdóttir var förðuð af Sigurlaugu Dröfn Bjarnadóttur á brúðkaupsdaginn …
Kristbjörg Jónasdóttir var förðuð af Sigurlaugu Dröfn Bjarnadóttur á brúðkaupsdaginn sinn. mbl.is/Kristinn Magnússon

Sigurlaug Dröfn Bjarnadóttir, förðunarmeistari og eigandi Reykjavík Makeup School, farðaði Kristbjörgu Jónasdóttir fitness-drottningu þegar hún giftist Aroni Einari Gunnarssyni, fyrirliða íslenska landsliðsins í knattspyrnu. 

„Ég byrjaði á því að preppa húðina mjög vel, setti á hana rakaserum frá Chanel , Hydra Genius rakakremi frá L´oréal ásamt augnkremi frá MAC sem heitir Fast Response og varasalva, ég leyfði því að fara vel inn í húina á meðan ég byrjaði svo á því að farða augun en ég geri þau alltaf á undan húðinni,“ segir Sigurlaug í samtali við Smartland. 

Hér eru þær Kristbjörg og Sigurlaug Dröfn þegar sú síðarnefnda …
Hér eru þær Kristbjörg og Sigurlaug Dröfn þegar sú síðarnefnda var að farða brúðina. Brúðurin var ekki tilbúin þegar myndin var tekin.

„Á augun notaði ég tvo augnprimera, einn frá NYX sem heitir „base with pearl“ en hann er sanseraður og ég setti hann þar sem ég vildi hafa sanserað en svo mattan augnskuggagrunn þar sem ég vildi hafa skygginguna því ég vildi hafa hana alveg matta. 

Ég notaði pallettu frá MAC sem heitir Burgundy Times Nine en Kristbjörg lagði mikla áherslu á að vilja hafa förðunina í burgundy-litum og það fer henni líka einstaklega vel og gerir mikið fyrir augu hennar að hafa svoleiðis tóna. Ég notaði fimm liti í þessari pallettu í skygginguna en við gerðum frekar dökka skyggingu þar sem hún vildi ekki hafa látlausa förðun eins og er oft vinsælt fyrir brúðkaup. Á augnlokið notaði ég svo lit frá NARS sem heitir Rigel og smá af pigmenti frá MAC sem heitir TAN rétt í miðjuna,“ segir Sigurlaug. 

Eyelinerinn var gerður með blöndu af Cake eyeliner frá Makeup Store og svo notaði Sigurlaug einnig Inglot 77 gel-eyelinerinn.

„Hún vildi ramma augun vel inn og settum við brúnan blýant frá Maybelline inn í augun en hann helst ótrúlega vel á og þurftum við ekkert að laga eða bæta á hann þegar leið á kvöldið.“

Þegar Sigurlaug var búin að mála augun fór hún í það að farða húðina sjálfa. 

„Ég notaði Primer frá L´oréal sem heitir Infallible mattifying base og svo á ákveðin svæði í andlitinu notaði ég „Wonder Glow frá Charlotte Tilbury, þessi blanda er fullkomin til að ná fram fallegri húð finnst mér, mattar hana þar sem maður vill matta og fær svo glow á sama tíma. 

Ég notaði svo farða frá Armani sem heitir Luminous Silk og liturinn er númer 6,5 en við notuðum frekar dökkan lit þar sem hún var búin að setja á sig Brazilian Tan áður og mátti alls ekki vera grá, en það gerist ef maður notar of ljósan lit ofan á tan. Við náðum fram fullkomnum lit með þessu og tónaði það mjög vel við líkamann,“ segir hún. 

Kristbjörg Jónasdóttir og Aron Einar Gunnarsson á brúðkaupsdaginn sinn.
Kristbjörg Jónasdóttir og Aron Einar Gunnarsson á brúðkaupsdaginn sinn. mbl.is/Kristinn Magnússon

„Ég notaði svo Laguna-skyggingarlit frá NARS til að skyggja hana ásamt skyggingarlit frá Tom Ford og Nyx-skyggingarpallettuna en ég notaði heita litinn í henni til að hlýja örlítið með, svo var það Nars Creamy concealer undir augun og reflex cover frá Make Up Store til að birta örlítið og svo pínulítið af Laura Mercier translucent-púðri til að setja hyljarann.“

Í kinnarnar notaði Sigurlaug Coralista frá Benefit og rétt fremst coral lace frá Make Up Store.

„Á kinnbeinin og highlight svæðin blandaði ég saman tveimur highlighterum en það voru krem-highlighter frá Benefit ásamt So Hollywood frá Anastasia Beverly Hills.“

Sigurlaug mótaði augabrúnirnar með Brow definer frá ABH og festi þær með brow-gelinu frá þeim einnig. 

„Á varirnar notuðum við svo varalit sem Kristbjörg á og heitir Creme Cup og varablýant bæði frá MAC. 

Að lokum spreyjaði ég svo yfir andlitið á henni með Bridal spray frá Skindinavia en það er eins og hálfgert hársprey fyrir andlitið nema auðvitað finnur maður ekki fyrir því þegar það er komið á og förðunin hélst á fram eftir nóttu.“

Þegar ég spyr Sigurlaugu hvað skiptir mestu máli á brúðkaupsdaginn, það er að segja hvað varðar förðun, segir hún að húðin þurfi að vera í lagi. 

„Húðin þarf að ljóma öll en má ekki glansa of mikið (svo hún virðist ekki vera sveitt) en til þess þá finnst mér gott að blanda saman primerum og jafnvel farða því húðin er auðvitað mismunandi á hverri og einni og sumar þurfa meira af einhverju og minna af öðru. Galdurinn við að líta vel út á brúðkaupsdaginn er að hugsa vel um húðina áður, alls ekki fara í ljós alla vega viku fyrir helst tveim vikum eða bara sleppa alveg, skrúbba húðina, passa að þrífa hana kvölds og morgna og nota maska og góð krem, en húðin er svona það mikilvægasta þegar kemur að förðuninni á brúðkaupsdaginn myndi ég segja.“

Einnig að muna eftir augnskuggagrunni undir augnskugga og svo finnst mér gott að spreyja með setting spray yfir andlitið en ég geri það samt alls ekki alltaf. 

Ég mæli líka alltaf einnig með því að nota sinn eigin varalit eða kaupa sér nýjan fer eftir því hvað hver og ein vill því að það er það eina sem þarf svona að bæta á þegar líður á daginn og kvöldið, eftir matinn og fleira en þá er gott að vera með varalit á sér í veskinu,“ segir Sigurlaug.  

Þegar ég spyr Sigurlaugu hvort hún hafi málað Kristbjörgu aftur fyrir brúðkaupsveisluna sjálfa, sem var um kvöldið, segir hún svo ekki vera. 

„Ég þurfti ekkert að laga Kristbjörgu í veislunni en þar sem ég var þar líka þá fylgdist ég auðvitað með því og passaði upp á að hún væri alltaf „gordjöss“.“ 

Fögur brúðhjón.
Fögur brúðhjón. mbl.is/Kristinn Magnússon
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda