Leyndarmál flugfreyjunnar

Það skiptir máli að hugsa vel um húðina, sérstaklega fyrir …
Það skiptir máli að hugsa vel um húðina, sérstaklega fyrir þá sem eru mikið á ferð og flugi.

„Það virðist vera ráðgáta í hugum margra hvernig flugfreyjum tekst að koma ferskar út úr álrörinu eftir margra tíma flug, með bros á vör, hárið vel greitt og förðunin virðist óhreyfð. Persónulega hef ég reynt að vera þessi týpa en samt tekist að vakna með koddafar við lendingu, stundum sleftaum út á kinn og hárið eins og eftir villta nótt þó ég hafi setið á sama staðnum allan tímann. Hvernig fara flugfreyjur að þessu,“ veltir Lilja Ósk Sigurðardóttir fyrir sér í sínum nýjasta pistli: 

1. Raki í öllu sínu veldi

Rakakrem, rakaserum og vatnsdrykkja eru bestu vinir flugfreyjanna þar sem háloftin eru sérlega þurr staður og ef húðin er þurr drekkur hún í sig allt sem ofan á hana er sett. Fyrsta skrefið til að tryggja góða endingu förðunar og fallega húð er rakagjöf. Nýja Aveda Tulasara-línan hefur komið mér mjög á óvart og hefur framkallað undraverðan árangur á skömmum tíma en Aveda Tulasara Renew Morning Creme er kraftmikið rakakrem sem eykur birtustig húðarinnar, sléttir fínar og þurrar línur ásamt því að styrkja varnir húðarinnar gegn óæskilegum umhverfisáhrifum. Undir rakakremið er svo tilvalið að nota Aveda Tulasara Calm Concentrate en það róar húðina, dregur úr roða og ertingu ásamt því að hjálpa húðinni að endurbyggja sig með yfir 100.000 stofnfruma úr rauðum hindberjaplöntum. Klárlega ofurtvenna fyrir húð undir álagi.

avedatulusaracremeAveda Tulasara Renew Morning Creme, 7.810 kr.

avedatulasaracalmconcentrate
Aveda Tulasara Calm Concentrate, 7.680 kr.

2. Rakabombur í veskinu

Vörur sem veita húðinni raka innihalda oftast hýalúrónsýru, efni sem getur haldið allt að þúsundfaldri þyngd sinni af vatni sem gerir það að töfraefni fyrir þurra húð. Rakabombur innihalda því mikið af hýalúrónsýru og eru tvær vörur sem eru í miklu eftirlæti hjá mér þessa dagana og báðar koma þær frá lífræna húðvörumerkinu Evolve. Evolve Daily Defence Moisture Mist er rakasprey sem er gott undir rakakrem og/eða förðun eða til að fríska upp á húðina og/eða förðunina. Evolve Hyaluronic Acid Serum 200 er rakaserum inniheldur 200mg. af hýalúrónsýru sem býr yfir lægri mólekúlaþyngd til að komast dýpra inn í húðina en serum skal nota eftir hreinsun húðar, á undan rakakremi. Með þessar rakabombur í veskinu ættirðu aldrei að sjá þurran blett á húðinni aftur.

evolve_daily_moisture_mist_1
Evolve Daily Defence Moisture Mist, 4.490 kr. (Make Up Store)

evolvehyaluronice200
Evolve Hyaluronic Serum 200, 5.990 kr. (Make Up Store)

3. Rakagefandi farðagrunnur
Áður er farði er borinn á húðina getur verið gott að nota góðan og rakagefandi farðagrunn til að lengja endingu farðans og skapa lag á milli húðarinnar og farðans. Með þessu eru minni líkur á að húðin dragi í sig farðann í leit að raka. Nokkrar flugfreyjur segjast vera mjög hrifnar af hinum nýja Smashbox Photo Finish Primerizer því hann sameinar rakakrem og farðagrunn í einni formúlu sem veitir raka samfleytt í 24 klukkustundir og gerir húðina þannig fyllri ásýndar. Formúlan inniheldur jafnframt B-3 vítamín í formi níasíns sem styrkir yfirborð húðarinnar. Það er ekki hægt að klikka með þessa formúlu í háloftunum.

SmashboxPrimerizer
Smashbox Photo Finish Primerizer, 5.379 kr.


4. Úthugsað val á farða

Þegar kemur að vali á farða segjast margar flugfreyjur velja rakagefandi og léttan farða á húðina því það er auðveldara að fríska upp á hann í stað langvarandi farða, en langvarandi og mattir farðar kunna líka að þurrka húðina við langtímanotkun. Hyljari er svo notaður til að minnka ásýnd tilfallandi húðvandamála sem léttur farði nær kannski ekki að þekja fullkomlega. Bobbi Brown Skin Foundation Cushion Compact SPF 35 er mjög handhægur, léttur og rakagefandi farði með sólarvörn sem auðvelt er að fríska upp á með meðfylgjandi farðapúða. Paraðu hann saman við Bobbi Brown Instant Full Cover Concealer, einn besta hyljarann á snyrtivörumarkaðnum, og þú ættir að vera komin með frísklega og jafna ásýnd á húðina. Guerlain Aqua Nude Water-Infused Perfecting Fluid er einnig sniðugur farði því hann veitir mikinn raka en er í senn langvarandi og fisléttur, fullkominn fyrir fólk á ferðinni. 

BobbiBrown

Bobbi Brown Skin Foundation Cushion Compact SPF 35, 7.899 kr.

instant-full-cover-concealer-bobbi-brown-716170189710-porcelain-front_1024x1024Bobbi Brown Instant Full Cover Concealer, 5.499 kr.

GuerlainLDPAqua
Guerlain Aqua Nude Water-Infused Perfecting Fluid, 6.990 kr.

5. Handáburður notaður á margvíslegan hátt

Hendurnar verða fyrir endalausu áreiti og því gott að næra þær vel daglega. Ein flugfreyja segist bera krem á hendurnar og nudda svo hálsinn í leiðinni og restina setur hún gjarnan í enda hársins til að næra þá. Væntanlegur er á markað Chanel La Créme Main en þessi handáburður veitir flauelskennda áferð og nærir húðina með rósarvaxi ásamt því að lýsa upp dökka bletti á höndunum. Hönnun umbúðanna er hugsuð þannig að þær verði ávallt sléttar þó þú kreistir út kremið og svo passa þær fullkomlega í lófann.

chanellacrememainChanel La Créme Main, væntanlegt.

6. Sólarvörnin skiptir ennþá meira máli þarna uppi

Það er ekki flókið að átta sig á því að við erum ennþá nær útfjólubláum geislum í 40.000 feta hæð og því er húðin okkar mun berskjaldaðri í háloftunum fyrir þeim skemmdum sem þeir valda húðfrumunum. Prufaðu Sepai City Shield SPF 50 en þetta dagkrem ver húðina fyrir áhrifum sólar ásamt mengun og öðrum umhverfisáreitum. Kemur einnig í veg fyrir roða, litabletti og þurrk húðarinnar.

sepaicityshieldSepai City Shield SPF 50, 6.400 kr. (Madison Ilmhús)

7. Varalitur frískar samstundis upp á andlitið

Það er alltaf jafn áhugavert að sjá hvað varalitur getur gert mikið til að endurvekja húðtón okkar og eftir langt flug er það líklega fljótlegasta leiðin til að fríska upp á útlitið að skella á sig fallegum varalit. Ein af mínum allra uppáhalds varalitaformúlum er Shiseido Rouge Rouge Lipstick en þarna tekst Japönunum að sameina allt sem ég vil í einni fullkominni formúlu. Varaliturinn er þekjandi, mjúkur, langvarandi, nærandi og ákveðinn hreinleiki einkennir litatónana. 

ShiseidoRougeRougeShiseido Rouge Rouge Lipstick, 4.399 kr.

8. Þurrsjampó getur bjargað andlitinu

Sum flug eru erfiðari en önnur og fyrir fram vitum við ekki hvort um átakalaust flug verði að ræða eða ekki. Hárið lítur vel út en svo þarf að ná niður ölvuðum farþega, annar ældi yfir sætaröðina sína og einhver missti stjórn á þvagbununni inni á snyrtingunni þegar óvænt ókyrrð skall á. Þú kemst ekki í sturtu en gott þurrsjampó þurrkar upp olíu, svita og lykt sem kann að vera í hárinu og það sakar ekki að ganga með litla greiðu í vasanum. Ég mæli með Briogeo Scalp Revival Dry Shampoo en það er gaslaust þurrsjampó sem notar binchotan-kol til að draga óhreinindi úr hársverðinum. Nornahesli-þykkni kemur jafnvægi á olíuframleiðslu hársvarðarins svo þessi formúla er lausnamiðuð en ekki skammtímalausn. Briogeo er nýtt hárvörumerki á Íslandi og er eitt það hreinasta í hárvörubransanum en það er laust við súlföt, sílikon, þalöt, paraben, DEA og tilbúin litarefni.

briogeo-scalp-revival-dry-shampoo__10230.1492443345Briogeo Scalp Revival Dry Shampoo, 3.490 kr. (Nola.is)

9. Kremformúlur eru handhægari 

Flugfreyjur segjast gjarnan tileinka sér farða, kinnaliti, hyljara og augnskugga í kremformi því þá er auðvelt að bæta ofan á og hægt að nota fingurna því farðaburstar dýrmætt pláss í snyrtiveskinu. Becca Beach Tint er mögnuð snyrtivara sem kemur í lítilli túbu svo það er lítið mál að dúmpa formúlunni á kinnar eða varir með fingrunum. Liturinn er ekki mjög þekjandi svo það er erfitt að ofgera honum. Ef þú vilt meiri þekju mæli ég með Yves Saint Laurent Baby Doll Kiss & Blush, kremkennd formúla sem kemur með litlum bursta fyrir nákvæma ásetningu á varir og kinnar.

BeccaBeachTintBecca Beach Tint, 3.331 kr.

YSLKissandblush

YSL Baby Doll Kiss & Blush, 4.990 kr.

10. Andlitsmaskar eru mikilvægir eftir flug

Þegar flugfreyjur koma heim eftir flug segjast þær duglegar að viðhalda góðri og rakagefandi húðumhirðurútínu og að góður andlitsmaski geti gert kraftaverk. Það er nauðsynlegt að eiga góðan rakamaska og þá mæli ég með Aveda Botanical Kinetics Intense Hydrating Masque en hann er gelkenndur, kælandi og mjög rakagefandi maski sem er olíu- og ilmlaus og hentar því vel á þurra og viðkvæma húð. Ef þú vilt ennþá meiri virkni skaltu prufa Skyn Iceland Arctic Hydration Rubberizing Mask with Vitamin C en það er næsta kynslóð af andlitsmaska. Gelkenndur maskinn er borið á andlitið og verður að gúmmíi og veitir húðinni öflugan skammt af C-vítamíni og gífurlegan raka og endurvekur þannig ástand hennar og útlit á nokkrum mínútum. Klárlega einn besti andlitsmaski sem ég hef prófað.

Aveda_Botanical_Kinetics_trade__Intense_Hydrating_Masque_150ml_1497970790Aveda Botanical Kinetics Intense Hydrating Masque, 3.255 kr.

landing-ahrm-productSkyn Iceland Arctic Hydration Rubberizing Mask with Vitamin C, 4.990 kr. (Nola.is)

11. Hugsað um hárið

Þurra loftið i háloftunum hefur líka gífurleg áhrif á hárið svo það þarf að næra það vel og jafnframt hlúa að hársverðinum sem getur komist í ójafnvægi, orðið þurr og allt fer í steik. Það getur verið gott að tileinka sér súlfat-fríar hárvörur því þær hreinsa hárið á mildari hátt. Maria Nila Head & Heal sjampóið og hárnæringin er sérstaklega hannað til að vinna gegn flösu, hárlosi, þurrki og örvar aukinn hárvöxt. Eftir hárþvott er gott að nota meðferð fyrir þurra enda hársins með Aveda Damage Remedy Daily Hair Repair Leave-In Treatment en formúlan gerir strax við hárið, inniheldur prótín úr lífrænt ræktuðu kínóa, greiðir úr flækjum og veitir hitavörn. 

MariaNilaHH
Maria Nila Head & Heal Shampoo, 4.290 kr. og Conditioner, 4.290 kr.

avedaDHR

Aveda Damage Remedy Daily Hair Repair Leave-In Treatment, 3.910 kr.



Fylgstu með á samfélagsmiðlunum!
Snapchat: Snyrtipenninn
Instagram: liljasigurdar

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda