Steldu stílnum frá Skúla Mogensen

Skúli var í útivistarflík undir jakkanum.
Skúli var í útivistarflík undir jakkanum. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Skúli Mogensen er einn af mönnum vikunnar en erfið staða flugfélags hans hefur ekki bara vakið athygli heldur líka klæðnaður hans á fimmtudaginn. Skúli var gripinn glóðvolgur í útvistarflík undir smekklegum jakka. 

Það er leikur einn fyrir bæði konur og karla sem vilja halda kúlinu í kuldanum að stela stíl Skúla og ganga í dúnvesti eða primaloftvesti undir haustyfirhöfninni. Á þennan hátt má auðveldlega komast hjá því taka upp vetrarúlpuna. Vestin eru betri en þunnar úlpur þar sem þær gera handleggina stærri og getur verið erfitt að passa í ermarnar. Vestin halda þó góðri einangrun undir flottri yfirhöfn. 

Það var kalt á fimmtudaginn en Skúli lét það ekki …
Það var kalt á fimmtudaginn en Skúli lét það ekki á sig fá og fór í hlý föt undir jakkann. Eggert Jóhannesson

Íslensk útivistarverslanir bjóða upp á vesti í ætt við þá flík sem Skúli klæddist. Svo er bara taka aðeins til í skápunum og athuga hvort ekki finnist góð yfirhöfn úr rúskini eða ull. Að lokum er ekki verra að vera í flottum rúllukraga undir eins og Skúli. 

Þetta svarta herra dúnvesti frá Arc'Teryx fæst í Fjallakofanum.
Þetta svarta herra dúnvesti frá Arc'Teryx fæst í Fjallakofanum. Ljósmynd/Fjallakofinn
Vatnajökull dömuvesti úr PrimaLoft frá 66°Norður.
Vatnajökull dömuvesti úr PrimaLoft frá 66°Norður. ljósmynd/66north.com
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda