Það getur verið höfuðverkur að finna gjöf fyrir snyrtipinnann í lífi sínu en að hugsa út fyrir kassann getur komið manni langt. Sjálfbærni, umhverfisvitund og náttúrulegri formúlur hafa einkennt snyrtivörumarkaðinn þetta árið og því ættu slíkar gjafir að slá í gegn núna um jólin. Lilja Ósk Sigurðardóttir | snyrtipenninn@gmail.com
Það getur verið höfuðverkur að finna gjöf fyrir snyrtipinnann í lífi sínu en að hugsa út fyrir kassann getur komið manni langt. Sjálfbærni, umhverfisvitund og náttúrulegri formúlur hafa einkennt snyrtivörumarkaðinn þetta árið og því ættu slíkar gjafir að slá í gegn núna um jólin.
Koddaver og svefngrímur úr hreinu silki
Slip tekur svefninn okkar upp á næsta stig með koddaveri úr 100% hágæða silki. Bómullarefni dregur í sig raka frá húð okkar, hári og hársverði svo það er engin furða að við vöknum í misjöfnu ástandi á morgnana. Silkið veitir hinsvegar náttúrulega hitajöfnun, andar og hefur ekki áhrif á rakastig húðar okkar og hárs. Slip framleiðir bæði koddaver og svefngrímur úr 100% Mulberry-silki.
Slip Pure Silk Pillowcase, 12.450 kr. (Cultbeauty.co.uk)
Slip Pure Silk Eye Mask, 7.100 kr. (Cultbeauty.co.uk)
Fegurðarleyndarmál fyrirsætunnar
Augngelin frá Skyn Iceland eru án ef ein vinsælasta húðvaran í dag. Þau eru gjarnan notuð baksviðs á tískusýningum til að draga úr þrota á augnsvæði fyrirsæta, notuð á kvikmyndastjörnur áður en þær eru farðaðar fyrir viðburði og svona mætti lengi telja. Þetta er skotheld jólagjöf og kemur sér eflaust mjög vel yfir jólin í öllu stressinu í bland við saltaðan mat.
Skyn Iceland Hydro Cool Firming Eye Gels, 2.690 kr.
Baðbombur úr krækiberjum og byggi
Íslenska húðvörumerkið Verandi endurnýtir hágæða hráefni, sem að öllu jöfnu hefði verið hent. Þannig dregur fyrirtækið úr sóun á fullkomnlega nothæfum hráefnum í umhverfi okkar. Þessar baðbombur innihalda krækiber, bygg, olíur og sjávarsalt.
Verandi baðbombur, 1.781 kr. (Lyfja)
Sjávarþörungar og íslenskur mosi fyrir húðina
Angan er íslenskt húðvörumerki sem byggir á sjálfbærni og handgerir vörur sínar. Þetta sett inniheldur baðsalt byggt á sjávarþörungum og líkamsskrúbb sem byggir á íslenskum mosa.
Angan Bath Set, 3.430 kr. (Heilsuhúsið)
Kraftmikill og tæknilegur hárblásari
BOSS-hárblásarinn frá HH Simonsen er sérlega kröftugur og tekur því styttri tíma að þurrka hárið. Hárblásarinn býr einnig yfir sérstakri íon-tækni sem dregur úr úfningi hársins og mýkir það. Allir snyrtipinnar ættu að eiga einn slíkan hárblásara.
HH Simonsen Boss Hair Dryer Gold, 23.990 kr. (Kompaníið)
Hármeðferðir fyrir alla
Hármeðferðirnar frá Davines kom í fimm mismunandi formúlum og ættu allir að finna eitthvað við sitt hæfi. Meðferðirnar eru sérlega sniðugar sem þakklætisvottur eða jafnvel til að skreyta stærri gjöf þar sem umbúðirnar eru mjög skemmtilegar.
Davines Circle Chronicles, 1.200 kr.
Einstakt ljómapúður
Innan hátíðarlínu Chanel í ár má finna Le Lion De Chanel, stórkostlega fallegt ljómapúður sem gæti talist sem safngripur. Ljónið er stjörnumerki Gabrielle Chanel og má sjá það mótað á yfirborði púðursins.
Chanel Le Lion De Chanel, 8.499 kr.
Magnað sléttujárn
Það er nýtt sléttujárn í bænum og það er magnað. GlamPalm er merki sem fáir hafa heyrt um en þykir framleiða nokkur af bestu sléttujárnunum á markaðnum og er Simpletouch-sléttujárnið þeirra eitt það vinsælasta. Tækið er takkalaust og þú kveikir á því einfaldlega með því að smella plötunum saman og það nær fullum hita á 10 sekúndum. Það slekkur svo sjálfkrafa á sér eftir 35 sekúndur, ef það hefur ekki verið hreyft.
GlamPalm Simpletouch-sléttujárn, 23.000 kr. (Sprey hárstofa)
Lífrænar snyrtivörur frá ILIA
ILIA er framúrskarandi lífrænt snyrtivörumerki sem blandar saman nærandi innihaldsefnum við fallega liti. Gjafakassi þeirra í ár inniheldur Essential Face Palette, blanda af tveimur Multi-Stick-litum og tveimur Illuminator-litum en alla litina má nota á varir, kinnar og augu. Í kassanum má einnig finna Limitless Lash Mascara en það er án efa besti aukaefnalausi maskarinn sem komið hefur á markað hingað til.
ILIA Last Night Gift Set, 6.590 kr. (Nola)
Ilmkerti sem skapar jólastemningu
Ilmurinn af jólakertinu frá URÐ samanstendur af furu, kanil, patsjúlí, fíkju-, santal- og sedrusvið. Einstakur ilmur sem slær alltaf í gegn.
URÐ Jólakerti, 5.990 kr. (Maí)
Hreinsivatn frá BIOEFFECT
Allir snyrtipinnar ættu að eiga micellar-hreinsivatn og þessi útgáfa frá BIOEFFECT er virkilega góð. Formúlan hentar öllum húðgerðum og hreinsar farða og óhreinindi fyrirhafnarlaust af húðinni.
BIOEFFECT Micellar Cleansing Water, 6.950 kr.