Fékk glænýtt hár fyrir „Eat, Pray, Love“-ferðina

Hárlitirnir frá Davines voru notaðir til að fá kaldari tón …
Hárlitirnir frá Davines voru notaðir til að fá kaldari tón í hárið.

Líklega er hárið mitt jafnkrefjandi og íslenska stefnumótamenningin en það þýðir þó ekki að gefast upp. Aldrei veit ég hvort ég vil vera dökkhærð, ljóshærð, með stutt hár, sítt hár, topp eða ekki topp. Þetta, ásamt almennri streitu, er farið að sjást hressilega á hárinu mínu sem er orðið líflaust, úfið og flækt. Litlu frænkur mínar, sem líklega eru orðnar mínir hörðustu gagnrýnendur, eru óhræddar við að segja mér að hárið mitt sé ekki eftirsóknarvert. 

Baldur til bjargar

Sjálfstraustið var því ekki í hámarki þegar ég leit í spegilinn um daginn og úfið hárið blasti við mér, gult og ójafnt, en líklega fer mér fátt verr en gultóna hárlitur. Nýleg sambandsslit urðu til þess að ég pantaði mér ferð til Ítalíu með skömmum fyrirvara og hugsunin um að vera gulhærð í sólinni gerði mig enn leiðari. Þegar Baldur Rafn Gylfason, eigandi Bpro heildsölu, frétti af raunum mínum sagðist hann vilja senda mig til Söru Scime á Kompaníinu hárgreiðslustofu því að hans mati væri hún upprennandi stjarna í hárgreiðsluheiminum. Það hljómaði mjög spennandi en ég var að fara til Mílanó eftir nokkra daga og Sara bókuð mánuð fram í tímann. Hvað gerir Baldur þá? Hann einfaldlega hringir í Söru og sannfærir hana um að taka að sér þetta verkefni, að breyta gula hárinu yfir í kalda ljósa lokka, svo ég geti farið með hárið í lagi í „Eat, pray, love“-ferðalagið mitt.

Hárið var orðið ansi líflaust og er hreint ótrúlegt hvernig …
Hárið var orðið ansi líflaust og er hreint ótrúlegt hvernig hægt var að gera það aftur mjúkt og glansandi.

Svona náði Sara fram köldum hárlit

Sara var yndisleg í alla staði og ég sá strax hversu gott auga hún hafði fyrir litatónum en núna notar hún eingöngu hárliti frá ítalska hárvörumerkinu Davines. Sjálf spái ég gífurlega í efnunum sem eru í hárlitum og aflitunarefnum og það var því léttir að vita að Sara gætti þess að nota eingöngu hágæða liti í viðskiptavini sína. 

Hún byrjaði á því að setja í mig fínlegar ljósar strípur því ef hún myndi fyrst setja lit og svo strípur yrðu þær gylltar. Nokkur aflitunarefni eru í boði frá Davines en Sara notaði The Century Of Light Progress en formúlan inniheldur m.a. Hair Protective Booster, sem er tilvalið fyrir óákveðna einstaklinga með ansi þurrt hár. Næst setti hún í rótina hárlit í köldum tóni frá Davines sem nefnist Mask with Vibrachrom en Vibrachrom-tæknin veitir hárinu næringu, gljáa og gerir það að verkum að liturinn endist betur í hárinu. Eftir að hafa þvegið hárið með Cool Blonde-sjampóinu og hárnæringunni frá Label.M setti Sara aftur lit en nú yfir allt hárið. Hún ætlaði að nota nýju View-hárskolin frá Davines en þar sem ég var að fara í sól og hita ákvað hún að nota Mask with Vibrachrom-hárlitaformúluna en með lægri festi til að þekja ekki hárið alveg. Útkoman varð nákvæmlega eins og ég vildi: ljós en kaldur tónn og hreyfing í hárinu með fínlegum strípum. Hárið er mjúkt, aftur kominn léttur gljái í það. Baldur gaf mér svo Label.M Cool Blonde-sjampóið og hárnæringu til að halda öllum gylltum tónum í skefjum en það er örugglega kraftmesta fjólubláa sjampó sem ég hef notað.

Label.M Cool Blonde er sjampó og hárnæring fyrir ljóst hár …
Label.M Cool Blonde er sjampó og hárnæring fyrir ljóst hár til að fjarlægja gyllta tóna. Formúlurnar eru sérlega áhrifaríkar og tónar hárið verulega eftir eina notkun.

Mildari vörur fyrir viðkvæman hársvörð 

Ég er með gífurlega viðkvæman hársvörð svo Sara valdi léttar og mildar hárvörur til að spreyja í hárið mitt áður en hún blés það. Fyrst setti hún Davines VOLU Hair Mist til að fá lyftingu í rótina og næst spreyjaði hún Davines MELU Hair Shield til að verja hárið gegn hita. Að lokum spreyjaði hún Davines DEDE Hair Mist yfir allt hárið en það er létt hárnæringarsprey. 

Hárspreying frá Davines þjóna misjöfnum tilgangi en þau eru létt, …
Hárspreying frá Davines þjóna misjöfnum tilgangi en þau eru létt, mild og hentuðu vel fyrir viðkvæman hársvörð.
Falleg hreyfing í hárinu og gljái en sérstök Vibrachrom-tækni er …
Falleg hreyfing í hárinu og gljái en sérstök Vibrachrom-tækni er í litaformúlum Davines til að næra hárið og auka gljáa þess.


Ekki gleyma hárinu í sólinni

Þar sem ég er að fara til Ítalíu í sól og hita lét hann mig einnig fá Label.M Sun Edition en þetta er sett með 4 hárvörum í ferðastærð til að vernda hárið í sólinni. After Sun Cleanser og After Sun Mask er sjampó og hárnæring til að nota eftir dag í sól og sjó. Protein Spray verndar hárið gegn hita og sólargeislum og hefur uppbyggjandi áhrif. Síðasta varan í settinu er Sun Protect Oil sem veitir hárinu glans, næringu og vernd. 

Label.M Sun Edition inniheldur fjórar hárvörur í ferðastærð sem verndar …
Label.M Sun Edition inniheldur fjórar hárvörur í ferðastærð sem verndar hárið og nærir það eftir að hafa verið í sól eða sjó.

Nú tek ég Ítalíu með trompi en fram undan er vika í Flórens þar sem ég ætla að lækna brotið hjarta að ítölskum sið: með kolvetnum. 

Fylgstu með á Instagram: @snyrtipenninn

 

 

 

Hárið er aftur orðið mjúkt og glansandi.
Hárið er aftur orðið mjúkt og glansandi.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda