Lifirðu hratt en vilt líta vel út?

Skin Regimen er ætlað fyrir þá sem lifa hratt en …
Skin Regimen er ætlað fyrir þá sem lifa hratt en vilja draga úr einkennum streitu á húðinni.

Helst langar mig að tileinka mér aðferðarfræði Votta Jehóva til að breiða út boðskapinn um ítalska húðvörumerkið Skin Regimen. Ég ætla þó fyrst að reyna að koma tilfinningum mínum gagnvart merkinu í orð áður en ég fer að banka upp á hjá nágrönnum mínum.

Húðvörur Skin Regimen eru þróaðar í samstarfi við fjölþætta nefnd vísindamanna: húðlækna, taugasérfræðinga, hjartalækna og sálfræðinga. Sannreynt hefur verið að vörurnar dragi úr áhrifum streitu á huga og húð en hvernig sést innri streita á húðinni? Varnarmúr húðarinnar byrjar að veikjast, hitastig hækkar og bólguviðbrögð fara að koma fram. Minni endurnýjun á sér stað og ójafnvægi kemst á fituframleiðslu húðarinnar sem veldur þurrki eða aukinni olíumyndun í húðinni. 

Umbúðir Skim Regimen eru úr veglegu dökku gleri sem allt …
Umbúðir Skim Regimen eru úr veglegu dökku gleri sem allt er endurvinnanlegt.

Hugmyndafræðin á bak við Skin Regimen

„Fast living / slow aging“ eru einkunnarorð Skin Regimen en húðvörurnar eru hugsaðar fyrir þúsaldarkynslóðina sem lifir hratt og býr í návist við ýmsar gerðir af mengun. Þetta er einnig kvíðafyllri kynslóð með sterka siðferðiskennd og orðin mun meðvitaðri um innihaldsefni og framleiðslu á húð- og snyrtivörum. Unnið er gegn lífstílsöldrun með einstökum formúlum sem innihalda að þessu innihaldsefni af náttúrulegum uppruna. Vörurnar eru allar vegan og ekki prófaðar á dýrum.

Áhrifaþættir í lífstílsöldrun.
Áhrifaþættir í lífstílsöldrun.

Á hverju byggja formúlurnar? 

Svokallaður „Longevity Complex“ er grunnurinn að formúlum Skin Regimen en þetta er blanda þriggja ofurfæða ásamt karnosíni. Spínat styður við jákvæða metýleringu og dregur úr áhrifum sykursameinda, Maque-ber vinna gegn stakeindum og Wild Indigo vinnur gegn bólgum, hindrar umfram kortisól og örvar endorfín. Karnosín vinnur svo gegn árásum sykursameinda á húðina. Allar formúlurnar eru án dýraafurða, sílikona, litarefna, gervi-ilmefna og parabena.  

Allar vörur Skin Regimen eru án dýraafurða og eru ekki …
Allar vörur Skin Regimen eru án dýraafurða og eru ekki prófaðar á dýrum.

Ilmkjarnaolíur með virkni 

Blanda fjögurra ilmkjarnaolía er einkennandi fyrir vörur Skin Regimen. Þetta er ekki einungis ilmur fyrir húðvörurnar heldur er hægt að fá þessa ilmkjarnaolíublöndu eina og sér í Skin Regimen Roll-On eða Skin Regimen Essential Oil Room Spray. Þessi einstaka blanda hefur áhrif á hugann í gegnum skynfærin en þetta er kynlaus ilmur sem hugsaður er til að endurlífga og veita jafnvægi. Eftirfarandi fjórar ilmkjarnaolíur eru notaðar í blönduna:

  • Juniper: Einkennist af ferskleika, greni, kvoðu og viði en þessari ilmkjarnaolíu er ætlað að róa taugakerfið.
  • Copahu: Örlítið sætur ilmur og hlýr en þessari ilmkjarnaolíu er ætlað að veita öryggi. 
  • Rosewood: Blóm, rósir, sætleiki og viðartónar einkenna þessa ilmkjarnaolíu sem hefur róandi áhrif.
  • Cedarwood: Viðarkenndur ilmur sem hefur styrkjandi áhrif á hugann.

Þessi blanda gefur af sér líklega einn allra besta ilm sem ég hef fundið og nota ég hana sjálf á hverju kvöldi fyrir svefninn. Ég nota Skin Regimen Roll-On á úlnliði mína og anda að mér. Svo spreyja ég Skin Regimen Essential Oil Room Spray yfir rúmið eða púðana á sófanum og mér finnst ég finna fyrir róandi áhrifum. 

Skin Regimen Roll-On, 3.920 kr.
Skin Regimen Roll-On, 3.920 kr.
Skin Regimen Essential Oil Room Spray, 10.290 kr.
Skin Regimen Essential Oil Room Spray, 10.290 kr.

Umbúðir og umhverfisvitund

Svart og hvítt er auðkennandi fyrir Skin Regimen og veitir kynlaust og tímalaust útlit. Á ytri umbúðum og kynningarefni má sjá röntgenmyndir af þeim plöntum sem formúlurnar innihalda ásamt skilaboðum um vitund sem gera hverja pakkningu einstaka. Formúlurnar sjálfar koma allar í dökkum glerumbúðum til að vernda þær gegn birtu og eru allir hlutar umbúðanna endurvinnanlegir. Vörurnar eru framleiddar í Parma með sjálfbærni að leiðarljósi og er rafmagnið til dæmis fengið frá endurvinnanlegum auðlindum.

Á ytri umbúðum Skin Regimen má finna röntgenmyndir af plöntum …
Á ytri umbúðum Skin Regimen má finna röntgenmyndir af plöntum sem notaðar eru í formúlurnar.
Röntgenmynd af plöntu.
Röntgenmynd af plöntu.

Svona notar þú Skin Regimen-vörurnar 

Skin Regimen byggir á fjögurra þrepa sérsniðinni húðrútínu:

1. Undirbúningur og hreinsun
Húðrútínan hefst með tvöfaldri hreinsun en fyrst er Skin Regimen Cleansing Cream notað sem yfirborðshreinsir. Þetta er mildur og kremkenndur andlitshreinsir sem fjarlægir sólarvörn, farða, ryk og reyk og hentar öllum húðgerðum. Næst er Skin Regimen Enzymatic Powder notað en þetta er duft sem breytist í kremkennda froðu í snertingu við vatn. Þessi formúla dúphreinsar húðina og inniheldur klórellu, ensím úr papaya og hrísgrjónasterkju. 

Skin Regimen Cleansing Cream, 5.390 kr.
Skin Regimen Cleansing Cream, 5.390 kr.
Skin Regimen Enzymatic Powder, 7.390 kr.
Skin Regimen Enzymatic Powder, 7.390 kr.

2. Endurhlaða 

Nú þegar húðin er orðin alveg hrein er Skin Regimen Microalgae Essence borið á húðina en þetta er sérstakur vökvi sem býr yfir háu hlutfalli af virkni með sjö nauðsynlegum NMF-þáttum, þ.e. rakagefandi innihaldsefnum sem húðin þekkir. Húðin fær hámarksraka og veitir vökvinn kælandi áhrif. Sérstakir örþörungar (euglena gracilis) virkja losun á kalsíum og framleiðslu á ATP. Formúlan örvar efnaskipti frumna og gefur húðinni orkuskot.

Skin Regimen Microalgae Essence, 9.890 kr.
Skin Regimen Microalgae Essence, 9.890 kr.

3. Leiðrétta

Þriðja stig húðrútínunnar byggir á leiðréttingu. Í boði eru fimm sérstakir „booster-ar“ sem búa yfir mjög öflugum innihaldsefnum til að vinna gegn þeim húðkvillum sem einkenna húð þína hverju sinni. Eftirfarandi fimm formúlur eru í boði: 

  • Skin Regimen 1.85 HA Booster fyllir húðina raka, dregur úr þurrki og leiðréttir fínar línur. Inniheldur þrjár gerðir hýalúrónsýru í 1.85% styrkleika. Míkró-hýalúrónsýra örvar framleiðslu nýrrar hýalúrónsýru í húðinni. Makró-hýalúrónsýra veitir yfirborði húðarinnar aukinn raka og krosstengd hýalúrónsýra veitir húðinni langvarandi rakagjöf. 
  • Skin Regimen 1.5 Retinol Booster vinnur á hrukkum með 1.5% retinóli og silibyn en hið síðarnefnda líkir eftir retinoic-sýru. Býr yfir tvöföldu skammtakerfi svo húðin þolir betur þessi öflugu efni og formúlan fær aukinn stöðugleika og lífaðgengi. Retinólið örvar frumuendurnýjun, dregur úr hrörnun kollgens og elastíns í húðinni og örvar framleiðslu á nýju elastíni.
  • Skin Regimen 15.0 vit C Booster inniheldur 15% hreint C-vítamín sem veitir húðinni aukinn ljóma, leiðréttir litabletti og ójafnan húðtón. C-vítamín hefur fyrir löngu sannað sig sem eitt öflugasta andoxunarefnið í húðumhirðu.
  • Skin Regimen 10.0 Tulsi Booster er hrein olía með 10% blöndu af indversku jurtinni Tulsi. Jurtin hjálpar til við að losa burt eiturefni og dregur úr bólgum. Þessi formúla styrkir og verndar húðina, veitir henni virka næring, hefur andoxandi og verndandi áhrif. Gott fyrir þurra og vannærða húð.
  • Skin Regimen 1.0 Tea Tree Booster er hreinsandi og bakteríudrepandi formúla fyrir óhreina húð sem er gjörn á að fá bólur eða stíflur. Það má nota þessa formúlu sem meðferð fyrir allt andlitið eða fyrir staðbundna virkni. Formúlan inniheldur 1% Tea Tree-olíu sem veitir bakteríudrepandi virkni ásamt 3% möndlusýru sem dregur úr fílapenslum. 
Í boði eru fimm öflugar formúlur sem vinna sérstaklega gegn …
Í boði eru fimm öflugar formúlur sem vinna sérstaklega gegn tilteknum húðkvillum, 14.760 kr.

Þegar þú hefur borið booster-inn á húðina er komið að rakakremi. Skin Regimen Tripeptide Cream er rakakrem sem vinnur gegn ótímabærri öldrun húðarinnar. Það þéttir hana, veitir raka og hefur kælandi áhrif en hitastig húðarinnar lækkaði um 0.5°C fimm mínútum eftir ásetningu. Formúlan inniheldur peptíð sem styrkja húðina og fíflaþykkni sem verndar hana gegn skaðlegum áhrifum mengunar sem kalla fram bólguviðbrögð. Þetta andlitskrem örvar náttúrulega hæfni húðarinnar til þess að framleiða kollagen.

Skin Regimen Tripeptide Cream, 13.110 kr.
Skin Regimen Tripeptide Cream, 13.110 kr.

Að lokum berðu á þig augnkrem en eins og flestir vita er húðin á augnsvæðinu þynnri en á öðrum stöðum andlitsins og því nauðsynlegt að nota næringarríkt krem á það svæði til að hægja á myndun fínna lína og hrukkna. Skin Regimen Lift Eye Cream er augnkrem með margþætta virkni og býr yfir 1% koffíni. Leiðréttir línur, þrota, bauga og sigin augnlok. Ef þú ert að fara út í daginn skaltu að sjálfsögðu bera á þig sólarvörn en Skin Regimen Urban Shield SPF 30 verndar gegn UVA/UVB og mengun. Formúlan gefur ljóma og jafnar húðtón. Létt, olíulaus áferð og hentar sem grunnur undir farða.

Skin Regimen Lift Eye Cream, 8.190 kr.
Skin Regimen Lift Eye Cream, 8.190 kr.
Skin Regimen Urban Shield SPF 30, 17.240 kr.
Skin Regimen Urban Shield SPF 30, 17.240 kr.

4. Endurstilla 
Skin Regimen Night Detox er endurnýjandi andlitsmaski sem er látinn liggja á húðinni yfir nótt. Formúlan hefur kælandi áhrif og mjúka áferð sem auðvelt er að nudda húðina með. Inniheldur meðal annars glúkúrónlaktón og alfa-glúkan en það hjálpar húðinni að losa sig við eiturefni sem safnast hafa saman yfir daginn eða lengri tíma og þú vaknar með aukinn ljóma. 

Skin Regimen Night Detox, 13.110 kr.
Skin Regimen Night Detox, 13.110 kr.

Mín upplifun af Skin Regimen eftir 28 daga notkun

Ef þér hefur tekist að lesa í gegnum þetta allt óska ég þér til hamingju en þessi texti er þó stutta útgáfan af öllu því sem ég ætlaði að skrifa. Nema hvað, fyrir rúmum mánuði síðan sat ég kynningu á Skin Regimen þar sem sérfræðingur merkisins mat húð mína og gaf mér vörur til að prófa. Verandi með ótrúlega viðkvæma og erfiða rósroða-húð var ákveðið að stíga varlega til jarðar og fékk ég andlitshreinsana tvo, 1.85 HA Booster, andlitskremið og sólarvörnina til að prófa ásamt ilmvörunum tveimur: Roll-on og Room Spray. Samhliða þessu minnkaði ég neyslu á dýraafurðum um 90% og ákvað að vera mjög samviskusöm í húðumhirðunni í 28 daga.

Fyrst ber að nefna umbúðirnar en þær eru auðvitað mjög heillandi og eru þetta líklega á meðal flottustu og vönduðustu umbúða húðvörumerkis sem ég hef séð. Cleansing Cream-andlitshreinsirinn var mjög mildur og fann ég engan þurrk eftir notkun og tók hann flest allan farða af húðinni. Hinsvegar var það Enzymatic Powder-andlitshreinsirinn sem var stjarna sýningarinnar en húðin mín varð svo ljómandi og áferðarfalleg eftir hverja notkun. Stundum svindlaði ég og blandaði þessum tveimur formúlum saman ef ég vildi góða andlitshreinsun en var á hraðferð og það kom vel út.

Næst er það 1.85% HA Booster en þetta var önnur stórkostleg húðvara og fannst mér ég strax sjá mun á húðinni. Hún varð sléttari, mýkri og einhvernveginn jafnara yfirbragð á henni. Næst bar ég Tripeptide Cream á húðina og nuddaði það vel inn. Áferðin á því kremi er sérlega góð og var það talsvert léttara á húðinni en ég átti von á. Það er sagt að það henti öllum húðgerðum en ég hugsa að venjuleg, blönduð og örlítið þurr húð gætu notið þess vel. Stundum langaði mig í aðeins rakameira krem sem myndi ganga betur inn í húðina en á sama tíma fékk ég engar stíflur eða bólur af því. Það gerði húðina samstundis þéttari og stinnari svo það var mjög gott að nota það undir farða. Á morgnana bar ég á mig Urban Shield SPF 30 og er þetta formúla sem inniheldur bæði náttúrulega og kemíska sólarvörn en þó ekkert sem er skaðlegt fyrir umhverfið. Formúlan var létt á húðinni, veitti frísklegan ljóma og var falleg undir farða. 

Tvær vörur höfðu bestu áhrifin á húð mína og voru það Enzymatic Powder og 1.85% HA Booster. Þvílíkar formúlur. Samblanda af góðum húðvörum og hreinu fæði virðist vera lykillinn að auknu jafnvægi í húðinni, hjá mér að minnsta kosti.

Ef þú vilt kynna þér vörurnar og meðferðirnar frá Skin Regimen geturðu til dæmis leitað til Natura Spa, snyrtistofunnar Dimmalimm eða snyrtistofunnar Jónu. 

Kíktu á Instagram:
@snyrtipenninn

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda