10 uppáhaldsvörurnar frá MAC

Nýjasta lína MAC nefnist Powder Kiss og inniheldur varaliti, fljótandi …
Nýjasta lína MAC nefnist Powder Kiss og inniheldur varaliti, fljótandi varaliti og augnskugga með möttum áferðum.

Fyrr í vetur var mér boðið í kynningu hjá MAC þar sem farið var yfir kjarnavörur merkisins, þessar klassísku vörur sem standa alltaf fyrir sínu. Eftir þessa kynningu langaði mig í hálfa verslunina en hef undanfarið verið að bæta í safnið hægt og sígandi. 

Nú er loksins hægt að versla snyrtivörur frá MAC í íslenskum vefverslunum en á vefslóðunum Smaralind.is og Kringlan.is hægt að skoða vöruúrvalið og fá snyrtivörurnar sendar heim. Af því tilefni setti ég saman lista yfir þær 10 vörur sem eru í mestu uppáhaldi hjá mér þessa dagana frá MAC.

1. MAC Powder Kiss 

Nýjasta línan frá MAC nefnist Powder Kiss og samanstendur af varalitum, fljótandi varalitum og augnskuggum. Allar vörurnar búa yfir einstakri mattri áferð sem veitir mjúkan fókus og rómantískt yfirbragð. Ég hef mikið notað Powder Kiss-varalitinn í litnum Mandarin O undanfarið og fæ ekki nóg af honum. Þótt hann sé algjörlega mattur þá er hann samt mjúkur á vörunum og þurrkar þær ekki. MAC Powder Kiss Liquid Lip er ný formúla sem býr yfir svipuðum eiginleikum og varaliturinn en er þó aðeins þéttari í sér og langvarandi án þess að þurrka varirnar. Til að fullkomna förðunina hef ég verið að leika mér með möttu augnskuggana í Powder Kiss-línunni og finnst þeir virkilega góðir. Fjölmargir litir eru í boði en ég spái því að þessar formúlur verði í ansi mörgum snyrtiveskjum í vor.

MAC Powder Kiss Lipstick í litnum Mandarin O, 3.990 kr.
MAC Powder Kiss Lipstick í litnum Mandarin O, 3.990 kr.
MAC Powder Kiss Liquid Lip, 5.390 kr.
MAC Powder Kiss Liquid Lip, 5.390 kr.
MAC Powder Kiss Eyes í litnum Strike A Pose, 3.690 …
MAC Powder Kiss Eyes í litnum Strike A Pose, 3.690 kr. (Fylling kostar 2.490 kr.)

2. MAC Mineralize Blush 

Þegar ég nota Mineralize Blush frá MAC þá mýkist fókusinn á húðinni og mér finnst hún verða jafnvel sléttari ásýndar. Uppáhaldslitirnir mínir núna eru Like Me, Love Me og Warm Soul en ég stefni á að prófa fleiri liti. Ég nota þá einnig á augu og varir (yfir varasalva).

MAC Mineralize Blush í litnum Like Me, Love Me, 5.290 …
MAC Mineralize Blush í litnum Like Me, Love Me, 5.290 kr.

3. MAC Pro Longwear Nourishing Waterproof Foundation 

Eftir að förðunarfræðingur hjá MAC sagði mér að þessi farði væri mikið notaður af konum með rósroða þá ákvað ég að prófa hann og það varð ekki aftur snúið. Það er auðvelt að bera hann á húðina, áferðin er satínkennd og náttúruleg þó formúlan veiti mikla þekju. Formúlan er ilmefnalaus og hefur ekki ert viðkvæma húð mína.

MAC Pro Longwear Nourishing Waterproof Foundation.
MAC Pro Longwear Nourishing Waterproof Foundation.

4. MAC Stobe Cream

Vissulega veitir Strobe Cream óviðjafnanlegan ljóma en ekki allir gera sér grein fyrir því að formúlan er full af andoxunarefnum og vítamínum. Þessi innihaldsefni hægja á öldrun húðarinnar og hafa húðbætandi áhrif. Sjálf nota ég Strobe Cream á marga vegu: Undir farða, yfir farða, út í farða eða blanda því út í önnur rakakrem til að fá aukinn ljóma og frísklegri ásýnd. Á sumrin er tilvalið að bera Strobe Cream á fótleggina til að fá aukinn gljáa.

MAC Strobe Cream í litnum Goldlite, 6.690 kr.
MAC Strobe Cream í litnum Goldlite, 6.690 kr.

5. MAC Studio Fix Powder Plus Foundation

Þessi púðurfarði kemur í fjölmörgum litum, veitir góða þekju og endist sérlega vel á húðinni. Nota hann gjarnan yfir Strobe Cream eða yfir T-svæðið þar sem ég vil aukna þekju og draga úr ásýnd svitahola.

MAC Studio Fix Powder Plus Foundation.
MAC Studio Fix Powder Plus Foundation.

6. MAC Pro Longwear Paint Pot 

Það er ekki annað hægt en að elska Paint Pot, þessa öflugu kremaugnskugga sem haldast á í gegnum hvers konar tilfinningasveiflur. Litirnir Painterly og Groundwork eru í miklu uppáhaldi. Paint Pot í litnum Painterly nota ég til að jafna húðlitinn á augnlokinu og sem farðagrunn, þannig endist augnförðunin margfalt betur og augnskuggarnir koma betur fram. Hins vegar nota ég Paint Pot í litnum Groundwork yfirleitt einan og sér því þessi mildi, brúni litartónn mótar augun svo fallega. 

MAC Pro Longwear Paint Pot í litnum Painterly, 4.290 kr.
MAC Pro Longwear Paint Pot í litnum Painterly, 4.290 kr.
MAC Pro Longwear Paint Pot í litnum Groundwork, 4.290 kr.
MAC Pro Longwear Paint Pot í litnum Groundwork, 4.290 kr.

7. MAC Mineralize Timecheck Lotion 

Þetta rakakrem var eitt af mínum fyrstu kynnum af húðvörum frá MAC. Ég vissi í raun ekki við hverju ætti að búast, enda MAC meira þekkt sem förðunarmerki, en þegar ég fór að lesa aftan á umbúðirnar var ég mjög hrifin af innihaldsefnunum. Flestar formúlurnar búa yfir mikið af húðbætandi og náttúrulegum innihaldsefnum sem hafa sannaða virkni á bak við sig og er MAC Mineralize Timecheck Lotion engin undantekning. Þetta er gelkennd kremformúla, býr yfir nærandi og rakagefandi eiginleikum en á sama tíma má nota þessa formúlu sem farðagrunn þar sem hún mýkir ásýnd fínna lína og svitahola. 

MAC Mineralize Timecheck Lotion, 8.390 kr.
MAC Mineralize Timecheck Lotion, 8.390 kr.

8. MAC Lip Pencil í litnum Stone 

Þegar einn færasti förðunarfræðingur landsins segist ávallt nota varablýantinn frá MAC í litnum Stone til að móta og stækka varirnar þá auðvitað þarf maður að kaupa sér einn. Þetta er brúngrár litur sem er fullkominn til að skyggja í kringum varirnar og gera þær stærri ásýndar. Ég nota hann nánast á hverjum degi og já, mér finnst ég hreinlega vera komin með varir í anda Jennifer Lopez! 

MAC Lip Pencil í litnum Stone, 3.590 kr.
MAC Lip Pencil í litnum Stone, 3.590 kr.

9. MAC Extended Play Gigablack Lash Mascara 

Í svo langan tíma heyrði ég fólk tala um Extended Play-maskarann frá MAC en einhvernveginn prófaði ég hann aldrei. Ég ákvað að bæta úr því í byrjun árs og ekki verður aftur snúið. Formúlan er svitaþolin og endist því mjög lengi á augnhárunum en fer þó af með volgu vatni. Burstinn nær að grípa augnhárin alveg frá rótum svo hann hentar vel fyrir stutt augnhár. Ég reyni alltaf að nudda honum vel í rætur augnháranna og draga hann svo upp, þannig fæ ég bestu útkomuna.

MAC Extended Play Gigablack Lash Mascara, 4.790 kr.
MAC Extended Play Gigablack Lash Mascara, 4.790 kr.

10. MAC Eyeshadow

Það er alltaf skemmtilegt að skoða augnskuggaúrvalið hjá MAC en yfirleitt kaupi ég tóma pallettu fyrir 4 augnskugga og vel svo liti í hana. Þess má geta að nýju augnskuggarnir í Powder Kiss-linunni koma bæði í klassískum umbúðum og í formi fyllinga. 

MAC Powder Kiss Eyes í litnum So Haute Right Now, …
MAC Powder Kiss Eyes í litnum So Haute Right Now, 3.690 kr. (Fylling kostar 2.490 kr.)
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda