Ertu ljóshærð og umhverfisvæn?

Það hefur sjaldan verið auðveldara að nálgast umhverfisvænar og aukaefnalausar …
Það hefur sjaldan verið auðveldara að nálgast umhverfisvænar og aukaefnalausar hárvörur. Skjáskot/Instagram

Við, sem litum á okkur hárið ljóst, vitum að fylgifiskar þess kunna að vera óæskilegir gylltir tónar í hárinu. Þess vegna notum við hárvörur með fjólubláum lit, til þess að tóna ljósa hárlitinn og hlutleysa gylltu tónana. Hingað til hefur verið lítið úrval af slíkum vörum fyrir þær okkar sem vilja umhverfisvænar og hreinar formúlur en það hefur breyst hratt síðastliðið ár. Hér fyrir neðan má lesa um eftirtektarverðar formúlur til að tóna ljóst hár án óæskilegra innihaldsefna.

Allt plastlaust og vatnslaust með framúrskarandi innihaldsefnum

Ethique er óvenjulegt hárvörumerki frá Nýja-Sjálandi en vörurnar þeirra koma allar í föstu formi og innihalda ekkert vatn. Hugmyndin er að þú notir vatnið í sturtunni eða vaskinum til að virkja vöruna í hvert skipti. Ethique framleiðir ekki eingöngu hárvörur heldur einnig húðvörur og svitalyktareyði. Umbúðirnar eru úr pappír og öll framleiðslan miðast við það að spara vatn, orku og lágmarka plastnotkun. Saga og gildi Ethique er efni í aðra grein en óhætt er að segja að stofnendur þess hafi hugsað út fyrir kassann en lesendur eru hvattir til að kynna sér söguna á vefslóðinni Ethique.com.

Tone It Down nefnast sjampó- og hárnæringarkubbarnir frá Ethique en einn kubbur er ígildi þriggja 350 ml sjampóbrúsa. Innihaldsefnin eru framúrskarandi en má þar helst nefna babassu- og jasmínuolíu, kakósmjör, betaín og rauðrófur fyrir ákafari fjólubláan litatón. Formúlurnar eru án súlfats, parabena, jarðolíulitarefna, gerviilmefna og dýraafleiða. Innihaldsefnin eru öll lífniðurbrjótanleg og umbúðirnar endurvinnanlegar. 

Ethique Tone It Down Purple Solid Shampoo, 2.860 kr., og …
Ethique Tone It Down Purple Solid Shampoo, 2.860 kr., og Ethique Tone It Down Purple Solid Conditioner, 3.190 kr. Fæst í versluninni Beautybox og í vefversluninni Beautybox.is.

Handgerðar og hreinar hárvörur frá Bruns

Sænska hárvörumerkið Bruns hefur vakið mikla athygli á Íslandi undanfarið en Bruns er hugarfóstur tveggja sænskra hárfagmanna. Eftir að hafa séð samstarfsfólk sitt fá ofnæmi, exem, endurteknar blóðnasir og höfuðverkjaköst vildu þær Johanna og Cecilia framleiða hárvörur með það að leiðarljósi að bæta starfsumhverfi hárgreiðslufólks. Hárvörurnar eru margverðlaunaðar og handgerðar en þær búa yfir sérvöldum náttúrulegum innihaldsefnum og framleiddar með sjálfbærni að leiðarljósi. Bæði er hægt að velja tiltekna hárvöru með ilmkjarnaolíum eða ilmefnalausar og einnig er hægt að kaupa vörurnar í ferðastærðum.

Fjólubláa sjampóið og næringin frá Bruns nefnast Blond Skönhet Nr. 24 og eru formúlurnar mildar og nærandi fyrir hárið. Greipaldin veitir vörunum ferskan ilm og dregur úr ertingu í hársverði. Formúlurnar eru án súlfats, sílikona, parabena, gerviilmefna, litarefna úr jarðolíu og dýraafleiða. Umbúðir eru endurvinnanlegar.

Bruns Blond Skönhet Schampo Nr. 24, 2.390 kr. / 7.590 …
Bruns Blond Skönhet Schampo Nr. 24, 2.390 kr. / 7.590 kr. Hárvörurnar frá Bruns fást m.a. á hárgreiðslustofunni Skuggafalli og í vefverslun þeirra á vefslóðinni Skuggafall.is.
Bruns Blond Skönhet Balsam Nr. 24, 2.390 kr. / 7.590 …
Bruns Blond Skönhet Balsam Nr. 24, 2.390 kr. / 7.590 kr. Hárvörurnar frá Bruns fást m.a. á hárgreiðslustofunni Skuggafalli og í vefverslun þeirra á vefslóðinni Skuggafall.is.

Litur, gljái og næring í einni formúlu

Til að vinna enn fremur gegn gylltum litatónum í hárinu hefur ítalska hárvörumerkið Previa sett á markað fjólublátt næringarsprey sem býr yfir öllu sem ljóst hár þarf. Silver Biphasic Leave-In Conditioner er nærandi, býr yfir styrkjandi prótínum og lífrænum brómberjum. Umbúðirnar eru úr endurvinnanlegu plasti og eru svo aftur endurvinnanlegar að fullu. Formúlan er án jarðolíuafleiða, EDTA/PEG/PPG, parabena og dýraafleiða. 

Previa Silver Biphasic Leave-In Conditioner, 4.590 kr. Fæst í versluninni …
Previa Silver Biphasic Leave-In Conditioner, 4.590 kr. Fæst í versluninni Nola og í vefversluninni á vefslóðinni Nola.is.

Með sjálfbærni að leiðarljósi

Vörurnar frá Davines eru framleiddar með sjálfbærni að leiðarljósi og séð til þess að lágmarka kolefnisspor framleiðslunnar. Alchemic Conditioner Silver er öflug hárnæring sem býr yfir fjólubláum lit til að tóna ljóst eða grátt hár. Formúlan hefur verið endurnýjuð og er nú 98% lífniðurbrjótanleg og án parabena og sílikona. 

Davines Alchemic Conditioner Silver, 4.200 kr. Fæst m.a. á hárgreiðslustofunni …
Davines Alchemic Conditioner Silver, 4.200 kr. Fæst m.a. á hárgreiðslustofunni Skuggafalli og í vefverslun þeirra á vefslóðinni Skuggafall.is.

 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda