10. umferð: Markamet jafnað og 100. leikurinn

Murielle Tiernan hefur verið drjúg fyrir Tindastól.
Murielle Tiernan hefur verið drjúg fyrir Tindastól. Ljósmynd/Jóhann Helgi Sigmarsson

Eitt markamet var jafnað í tíundu umferð Bestu deildar kvenna í fótbolta og einn leikmaður spilaði sinn hundraðasta leik í deildinni.

Murielle Tiernan jafnaði markamet Hugrúnar Pálsdóttur hjá Tindastóli í efstu deild. Hugrún skoraði fjögur mörk fyrir liðið árið 2021 en hefur ekki skorað í ár. Murielle skoraði tvö mörk árið 2021 og er komin með tvö til viðbótar í ár með sigurmarkinu í Keflavík í gærkvöld, 1:0. Í heildina er hún enn með meira en mark í leik fyrir Tindastól í deildakeppninni en Murielle hefur skorað 92 mörk í 91 leik fyrir Skagfirðinga í þremur efstu deildunum.

Leikir Keflavíkur og Tindastóls í efstu deild hafa ekki boðið upp á mikið af mörkum. Þegar liðin mættust þar fyrst árið 2021 vann Keflavík báða leikina 1:0. Fyrri leikur liðanna á Sauðárkróki í vor endaði 0:0 og svo vann Tindastóll 1:0 í gærkvöld.

Dröfn Einarsdóttir er leikjahæst Keflvíkinga í deildinni.
Dröfn Einarsdóttir er leikjahæst Keflvíkinga í deildinni. mbl.is/Arnþór Birkisson

Dröfn Einarsdóttir úr Keflavík lék sinn 100. leik í efstu deild gegn Tindastóli. Þar af eru 64 fyrir Keflavík, sem er leikjamet hjá félaginu í deildinni, en hinir 36 eru fyrir Grindavík. Dröfn er eini leikmaður Keflavíkur í dag sem hefur spilað 100 leiki í efstu deild en Þórhildur Ólafsdóttir er komin með 93 leiki og gæti náð hundraðinu á þessu tímabili.

Sjálfsmörk eða ekki sjálfsmörk, tvö mörk voru umdeild í umferðinni. Fjölmiðlar skráðu annað mark Breiðabliks í sigrinum á Val, 2:1, sem sjálfsmark en á leikskýrslu er Birta Georgsdóttir skráð sem markaskorari Breiðabliks.

Þá var Iðunn Rán Gunnarsdóttir talin hafa skorað jöfnunarmark Þórs/KA gegn Stjörnunni, 3:3, sem hefði verið hennar fyrsta mark í efstu deild, en það er hins vegar skráð sem sjálfsmark á leikskýrslu.

Agla María Albertsdóttir fagnar markinu gegn Val ásamt liðsfélögum sínum.
Agla María Albertsdóttir fagnar markinu gegn Val ásamt liðsfélögum sínum. mbl.is/Óttar Geirsson

Agla María Albertsdóttir skoraði fyrra mark Breiðabliks í sigrinum á Val. Þar með er hún komin í áttunda sætið yfir markahæstu Blikana frá upphafi í deildinni með 52 mörk og fór upp fyrir Rakel Hönnudóttur og Ernu Björk Sigurðardóttur sem eru með 51 mark hvor og deila nú níunda til tíunda sætinu.

Engin af sjö markahæstu leikmönnum deildarinnar náði að bæta við marki í 10. umferðinni.

Úrslit­in í 10. um­ferð:
Þór/​KA - Stjarn­an 3:3
Breiðablik - Val­ur 2:1
Sel­foss - ÍBV 0:2
FH - Þrótt­ur R. 0:0
Kefla­vík - Tinda­stóll 0:1

Marka­hæst­ar:
7 Bryn­dís Arna Ní­els­dótt­ir, Val
5 Sandra María Jessen, Þór/​​​​​​​KA

5 Tanya Boychuk, Þrótti
4 Andrea Rut Bjarna­dótt­ir, Breiðabliki
4 Linli Tu, Kefla­vík
4 Shaina Ashouri, FH
4 Tayl­or Ziemer, Breiðabliki
3 Ásdís Karen Halldórsdóttir, Val
3 Birta Georgsdóttir, Breiðabliki
3 Freyja Karín Þor­varðardótt­ir, Þrótti
3 Gunn­hild­ur Yrsa Jóns­dótt­ir, Stjörn­unni
3 Hafrún Rakel Hall­dórs­dótt­ir, Breiðabliki
3 Hulda Ósk Jóns­dótt­ir, Þór/​KA
3 Jasmín Erla Ingadóttir, Stjörnunni
3 Katrín Ásbjörns­dótt­ir, Breiðabliki
3 Mel­issa Garcia, Tinda­stóli
3 Olga Sevcova, ÍBV
3 Þóra Björg Stefánsdóttir, ÍBV

Næstu leik­ir:
3.7. Þróttur R. - Selfoss
4.7. ÍBV - Stjarnan
4.7. Keflavík - Þór/KA
4.7. Breiðablik - Tindastóll
4.7. FH - Valur

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka