22. umferð: Áfangar hjá Öglu Maríu og Elínu Mettu

Elín Metta Jensen, til hægri, er komin í níunda sætið …
Elín Metta Jensen, til hægri, er komin í níunda sætið yfir þær markahæstu. mbl.is/Eyþór Árnason

Agla María Albertsdóttir og Elín Metta Jensen náðu áföngum í markaskorun í efstu deild þegar 22. og næstsíðasta umferð Bestu deildar kvenna í fótbolta var leikin í gær.

Agla María skoraði eitt af mörkum Breiðabliks í sigri á FH, 3:1, á Kópavogsvellinum. Það var hennar 70. mark í deildinni og hún 31. konan frá upphafi sem nær þeim markafjölda. Þá var þetta 60. mark Öglu Maríu fyrir Breiðablik í deildinni og hún er sú sjöunda hjá Kópavogsfélaginu sem nær þeim markafjölda.

Elín Metta skoraði mark Þróttar í jafntefli, 1:1, gegn sínum gömlu félögum í Val. Þar með náði hún Ásthildi Helgadóttur, sem skoraði 134 mörk fyrir KR og Breiðablik á sínum tíma. Þær eru nú jafnar í 9. sætinu yfir markahæstu konur deildarinnar frá upphafi. Elín hefur skorað 132 af þessum mörkum fyrir Val og hefur nú bætt við tveimur fyrir Þrótt.

Agla María Albertsdóttir er komin með 70 mörk í deildinni.
Agla María Albertsdóttir er komin með 70 mörk í deildinni. mbl.is/Óttar Geirsson

Stjarnan er komin með 900 stig samtals í deildinni eftir sigur á Þór/KA, 3:1, á Akureyri, og er fjórða félagið til að ná þeim stigafjölda. Breiðablik með 1491 stig, Valur með 1484 og KR með 941 eru hin þrjú.

Eva Stefánsdóttir úr Val og Sara Svanhildur Jóhannsdóttir úr Breiðabliki léku báðar sinn fyrsta leik í efstu deild í gær.

Úrslit­in í 22. um­ferð:
Breiðablik - FH 3:1
Þrótt­ur R. - Val­ur 1:1
Þór/​KA - Stjarn­an 1:3

Marka­hæst­ar:
15 Bryn­dís Arna Ní­els­dótt­ir, Val
10 Agla María Al­berts­dótt­ir, Breiðabliki
8 Andrea Mist Páls­dótt­ir, Stjörn­unni
8 Birta Georgs­dótt­ir, Breiðabliki
8 Katla Tryggva­dótt­ir, Þrótti
8 Murielle Tiern­an, Tinda­stóli 
8 Sandra María Jessen, Þór/​​​​​​​​​​​​​​​​​​​KA
7 Andrea Rut Bjarna­dótt­ir, Breiðabliki
7 Katrín Ásbjörns­dótt­ir, Breiðabliki
7 Linli Tu, Kefla­vík/​​​​​​​​Breiðabliki
7 Shaina Ashouri, FH
6 Ásdís Kar­en Hall­dórs­dótt­ir, Val
6 Freyja Karín Þor­varðardótt­ir, Þrótti
6 Mel­issa Garcia, Tinda­stóli
6 Olga Sevcova, ÍBV
6 Tanya Boychuk, Þrótti
6 Þór­dís Elva Ágústs­dótt­ir, Val
5 Gunn­hild­ur Yrsa Jóns­dótt­ir, Stjörn­unni
5 Kar­en María Sig­ur­geirs­dótt­ir, Þór/​​KA

Síðasta umferðin:
6.10. FH - Þór/KA
6.10. Valur - Breiðablik
6.10. Stjarnan - Þróttur R.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert