14. umferð: Leikjamet jafnað, markamet jafnað, fyrstur í 40

Haukur Páll Sigurðsson jafnaði metið hjá Val í leiknum við …
Haukur Páll Sigurðsson jafnaði metið hjá Val í leiknum við Fylki. Ljósmynd/Kristín Hallgrímsdóttir.

Haukur Páll Sigurðsson jafnaði leikjamet Vals í efstu deild þegar hann kom inn á hjá Hlíðarendaliðinu í sigrinum á Fylki, 2:1, í fyrrakvöld.

Þetta var hans 244. leikur fyrir félagið í deildinni og með því jafnaði Haukur Páll við Bjarna Ólaf Eiríksson sem lék 244 leiki með Val í efstu deild.

Haukur Páll fór fyrr í sumar einnig fram úr Sigurbirni Hreiðarssyni, fyrrverandi methafa, sem nú er þriðji leikjahæstur með 240 leiki. Aðeins fimm leikmenn hafa leikið fleiri leiki fyrir eitt félag í deildinni en þeir Haukur Páll og Bjarni Ólafur.

Alls hefur Haukur Páll leikið 279 leiki í efstu deild með Val og Þrótti og hann er nú sjöundi leikjahæsti leikmaður deildarinnar frá upphafi.

Atli Arnarson jafnaði markamet HK.
Atli Arnarson jafnaði markamet HK. mbl.is/Eggert Jóhannesson.

Atli Arnarson jafnaði markamet HK í efstu deild þegar hann jafnaði fyrir liðið, 1:1, undir lok leiksins gegn KR í Kórnum í gærkvöld. Þetta var 12. mark Atla fyrir HK í deildinni en áður höfðu þeir Birnir Snær Ingason, núverandi leikmaður Víkings, og Arnþór Ari Atlason skorað 12 mörk fyrir félagið í efstu deild.

Arnór Sveinn Aðalsteinsson skoraði sitt fyrsta deildarmark fyrir Breiðablik í átta ár þegar hann kom Kópavogsliðinu í 4:1 í sigrinum á Fylki síðasta föstudagskvöld, 5:1. Arnór fór frá Breiðabliki í KR árið 2017 og sneri aftur í Kópavoginn í vetur.

Arnar Smári Arnarsson, Atli Þór Gunnarsson og Ásgeir Helgi Orrason komu inn á sem varamenn hjá Breiðabliki gegn Fylki og spiluðu allir sinn fyrsta leik í efstu deild.

Úkraínski varnarmaðurinn Oleksiy Kovtun skoraði sitt fyrsta mark í deildinni þegar Keflavík gerði jafntefli við Víking, 3:3, á laugardaginn. Þetta var tíundi leikur Kovtuns í deildinni.

Nikolaj Hansen - 40 mörk fyrir Víking.
Nikolaj Hansen - 40 mörk fyrir Víking. Ljósmynd/Kristín Hallgrímsdóttir.

Þegar Nikolaj Hansen jafnaði metin fyrir Víking gegn Keflavík í uppbótartíma, 3:3, með sínu öðru marki í leiknum varð hann fyrstur til að skora 40 mörk fyrir Víking í efstu deild. Fyrr í sumar sló hann markamet Heimis Karlssonar fyrir félagið í deildinni, sem var 37 mörk.

Úrslit­in í 14. um­ferð:
Breiðablik - Fylk­ir 5:1 (tilheyrði 17. umferð)
ÍBV - Fram 1:0
Kefla­vík - Vík­ing­ur R. 3:3
Val­ur - Fylk­ir 2:1
HK - KR 1:1

Marka­hæst­ir í deild­inni:

10 Stefán Ingi Sig­urðar­son, Breiðabliki
8 Adam Ægir Páls­son, Val
8 Tryggvi Hrafn Har­alds­son, Val
7 Fred Sarai­va, Fram
7 Gísli Eyj­ólfs­son, Breiðabliki
7 Ni­kolaj Han­sen, Vík­ingi
6 Aron Jó­hanns­son, Val
6 Birn­ir Snær Inga­son, Vík­ingi
6 Guðmund­ur Magnús­son, Fram
6 Ísak Andri Sig­ur­geirs­son, Stjörn­unni
6 Kjart­an Henry Finn­boga­son, FH
6 Úlfur Ágúst Björns­son, FH
6 Örvar Eggerts­son, HK
5 Bene­dikt Daríus Garðars­son, Fylki
5 Danij­el Dej­an Djuric, Vík­ingi
4 Andri Rún­ar Bjarna­son, Val
4 Arnþór Ari Atla­son, HK
4 Emil Atla­son, Stjörn­unni
4 Ólafur Karl Finsen, Fylki
4 Óskar Borgþórs­son, Fylki

Næstu leik­ir:
14.7. Fram - Breiðablik
16.7. ÍBV - Keflavík
17.7. Stjarnan - Valur
18.7. KR - FH
18.7. Fylkir - HK

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert