16. umferð: Guðmundur 350 og Patrick 90

Guðmundur Kristjánsson hefur leikið 350 deildaleiki á ferlinum.
Guðmundur Kristjánsson hefur leikið 350 deildaleiki á ferlinum.

Guðmundur Kristjánsson, fyrirliði Stjörnunnar, náði þeim áfanga á sunnudagskvöldið að spila sinn 350. deildaleik á ferlinum þegar Garðabæjarliðið gerði jafntefli, 1:1, við HK í Kórnum í 16. umferð Bestu deildar karla í fótbolta.

Af þessum leikjum Guðmundar eru 196 í efstu deild hér á landi, síðustu 14 fyrir Stjörnuna en áður 80 fyrir Breiðablik og 102 fyrir FH. Hann lék 148 deildaleiki fyrir Start í Noregi, þar af 100 í efstu deild og 48 í B-deild. Þá lék Guðmundur sex leiki með Haukum í 1. deildinni sem lánsmaður í byrjun ferilsins.

Patrick Pedersen skoraði sitt 90. mark í efstu deild þegar hann tryggði Val sigur á Fram, 1:0, á sunnudagskvöldið. Hann er aðeins áttundi leikmaðurinn í sögu deildarinnar sem nær þessum markafjölda en öll mörkin hefur hann skorað fyrir Val.

Patrick Pedersen er áttundi leikmaðurinn sem skorar 90 mörk í …
Patrick Pedersen er áttundi leikmaðurinn sem skorar 90 mörk í efstu deild karla. Ljósmynd/Kristín Hallgrímsdóttir

Bjarni Aðalsteinsson hafði skorað eitt mark í 62 leikjum fyrir KA í efstu deild fyrir þetta tímabil. Eftir að hafa skorað tvívegis í sigri liðsins í Keflavík í gærkvöld, 4:3, er Bjarni nú markahæsti leikmaður KA í deildinni á tímabilinu með fjögur mörk.

Ásgeir Páll Magnússon úr Keflavík skoraði sitt fyrsta mark í efstu deild í leiknum gegn KA, í sínum 25. leik.

Ómar Björn Stefánsson skoraði sitt fyrsta mark í deildinni fyrir Fylki í sigri liðsins gegn FH í Kaplakrika í gærkvöld, 4:2. Þetta var hans 10. leikur í deildinni.

Kristófer Jónsson úr Val og Egill Otti Vilhjálmsson léku báðir sinn fyrsta leik í efstu deild þegar liðin mættust á Hlíðarenda.

Ísak Daði Ívarsson úr Keflavík lék sinn fyrsta leik í deildinni gegn KA en hann er í láni frá Víkingi.

Fylkir hefur unnið báða leiki sína gegn FH á tímabilinu með sömu markatölu, 4:2. Fylkir hefur því skorað næstum þriðjung marka sinna í ár hjá Hafnarfjarðarliðinu.

Úrslit­in í 16. um­ferð:
Breiðablik  ÍBV 3:1
Val­ur  Fram 1:0
HK  Stjarn­an 1:1
KR  Vík­ing­ur R. 1:2
Kefla­vík  KA 3:4
FH  Fylk­ir 2:4

Marka­hæst­ir í deild­inni:

10 Stefán Ingi Sig­urðar­son, Breiðabliki
8 Adam Ægir Páls­son, Val
8 Tryggvi Hrafn Har­alds­son, Val
7 Fred Sarai­va, Fram
7 Gísli Eyj­ólfs­son, Breiðabliki
7 Ni­kolaj Han­sen, Vík­ingi
6 Aron Jó­hanns­son, Val
6 Bene­dikt Daríus Garðars­son, Fylki
6 Birn­ir Snær Inga­son, Vík­ingi
6 Guðmund­ur Magnús­son, Fram
6 Ísak Andri Sig­ur­geirs­son, Stjörn­unni
6 Kjart­an Henry Finn­boga­son, FH
6 Úlfur Ágúst Björns­son, FH
6 Örvar Eggerts­son, HK
5 Danij­el Dej­an Djuric, Vík­ingi
5 Óskar Borgþórs­son, Fylki
4 Andri Rún­ar Bjarna­son, Val
4 Arnþór Ari Atla­son, HK
4 Atli Hrafn Andrason, HK
4 Bjarni Aðalsteinsson, KA
4 Eggert Aron Guðmunds­son, Stjörn­unni
4 Emil Atla­son, Stjörn­unni
4 Hermann Þór Ragnarsson, ÍBV
4 Klæmint Olsen, Breiðabliki
4 Ólaf­ur Karl Fin­sen, Fylki

Næstu leik­ir:
26.7. Stjarnan - Fram
29.7. Breiðablik - Stjarnan
30.7. KA - HK
30.7. Víkingur R. - ÍBV
31.7. Keflavík - FH
31.7. KR - Valur

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert