17. umferð: Leikjametið féll

Haukur Páll Sigurðsson hefur leikið 245 leiki í deildinni fyrir …
Haukur Páll Sigurðsson hefur leikið 245 leiki í deildinni fyrir Val og 280 alls. Ljósmynd/Kristinn Steinn

Haukur Páll Sigurðsson er orðinn leikjahæsti Valsmaðurinn í efstu deild karla í fótbolta frá upphafi.

Haukur Páll sló leikjametið í gærkvöld þegar hann kom inn á sem varamaður í sigri Valsmanna á KR í Vesturbænum, 4:0. Hann lék sinn 245. leik fyrir félagið í deildinni og þar með féll metið sem Bjarni Ólafur Eiríksson átti, 244 leikir. Um leið lék Haukur sinn 280. leik samtals í deildinni og hann er aðeins sjöundi leikmaður deildarinnar frá upphafi sem nær þeim leikjafjölda.

Daníel Laxdal er orðinn fimmti leikjahæstur í deildinni.
Daníel Laxdal er orðinn fimmti leikjahæstur í deildinni. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Daníel Laxdal er einn af þeim sex sem hafa leikið fleiri leiki en Haukur Páll og hann komst einmitt upp í fimmta sætið á þeim lista á laugardaginn þegar Stjarnan gerði jafntefli við Breiðablik, 1:1. Daníel hefur leikið 286 leiki í deildinni, alla fyrir Stjörnuna, og fór upp fyrir Atla Guðnason sem er nú sjötti með 285 leiki. Daníel á möguleika á að ná fjórða sæti á þessu tímabili.

Andri Rafn Yeoman úr Breiðabliki er skammt á eftir þeim og hann varð í leiknum við Stjörnuna tíundi leikmaðurinn frá upphafi til að spila 270 leiki í deildinni. 

Björn Daníel Sverrisson skoraði sitt 40. mark í deildinni og …
Björn Daníel Sverrisson skoraði sitt 40. mark í deildinni og bætti við því 41. Ljósmynd/Kristín Hallgrímsdóttir

Björn Daníel Sverrisson skoraði sitt 40. mark í efstu deild hér á landi í gærkvöld, fyrra mark sitt af tveimur, þegar FH vann Keflavík, 3:2, í gærkvöld. Hann er sjöundi leikmaðurinn sem nær 40 mörkum fyrir FH í deildinni. Þá varð Björn í gærkvöld fimmti leikjahæstur hjá FH í deildinni en hann lék sinn 202. leik og fór upp fyrir Frey Bjarnason.

Færeyingurinn Jóan Símun Edmundsson úr KA og Úkraínumaðurinn Robert Hehedosh úr Keflavík léku báðir sinn fyrsta leik í efstu deild hér á landi í 17. umferðinni.

Úrslit­in í 17. um­ferð:
Stjarn­an - Fram 4:0
Breiðablik - Stjarn­an 1:1 (14. umferð)
KA - HK 1:1
Vík­ing­ur R. - ÍBV 6:0
Kefla­vík - FH 2:3
KR - Val­ur 0:4

Tryggvi Hrafn Haraldsson er orðinn næstmarkahæstur í deildinni með níu …
Tryggvi Hrafn Haraldsson er orðinn næstmarkahæstur í deildinni með níu mörk. Ljósmynd/Kristín Hallgrímsdóttir

Marka­hæst­ir í deild­inni:

10 Stefán Ingi Sig­urðar­son, Breiðabliki
9 Tryggvi Hrafn Har­alds­son, Val
8 Adam Ægir Páls­son, Val
8 Ni­kolaj Han­sen, Vík­ingi
7 Birn­ir Snær Inga­son, Vík­ingi
7 Fred Sarai­va, Fram
7 Emil Atla­son, Stjörn­unni
7 Gísli Eyj­ólfs­son, Breiðabliki
6 Aron Jó­hanns­son, Val
6 Bene­dikt Daríus Garðars­son, Fylki
6 Guðmund­ur Magnús­son, Fram
6 Ísak Andri Sig­ur­geirs­son, Stjörn­unni
6 Kjart­an Henry Finn­boga­son, FH
6 Úlfur Ágúst Björns­son, FH
6 Örvar Eggerts­son, HK
5 Danij­el Dej­an Djuric, Vík­ingi
5 Eggert Aron Guðmunds­son, Stjörn­unni
5 Óskar Borgþórs­son, Fylki

Næstu leik­ir:
5.8. ÍBV - Stjarnan
6.8. Breiðablik - KR
8.8. FH - Víkingur
8.8. Fram - Fylkir
9.8. Valur - KA
9.8. HK - Keflavík

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert