Breiðablik náði þeim sögulega áfanga að skora sitt tvö þúsundasta mark í efstu deild kvenna þegar liðið vann Selfoss, 4:0, í 14. umferð Bestu deild kvenna á fimmtudagskvöldið.
Annað mark Breiðabliks í leiknum var mark númer 2.000 hjá félaginu frá upphafi í deildinni en það skoraði Andrea Rut Bjarnadóttir þegar hún sendi boltann inn að markinu utan af hægri kanti á 42. mínútu og hann hafnaði í markhorninu fjær.
Valur er eina félagið sem áður hafði náð 2.000 mörkum en mörk Hlíðarendafélagsins eru 2.074 talsins. KR er síðan í þriðja sæti með 1.477 mörk og í fjórða sæti er Stjarnan með 1.125 mörk.
Agla María Albertsdóttir skoraði fyrsta mark Breiðabliks í leiknum og þar með jafnaði hún Gretu Mjöll Samúelsdóttir sem sjöundi markahæsti leikmaður félagsins í deildinni frá upphafi með 56 mörk.
Linli Tu skoraði sitt fyrsta mark fyrir Breiðablik í deildinni, í sínum öðrum leik, þegar hún gerði fjórða markið í sigrinum á Selfossi. Hún hafði áður gert fjögur mörk fyrir Keflavík á tímabilinu.
Melanie Rendeiro skoraði sitt fyrsta mark í deildinni þegar hún gerði mark Keflavíkur í jafntefli, 1:1, gegn Stjörnunni. Það var hennar annar leikur.
Haley Johnson lék sinn fyrsta leik í deildinni með Selfossi gegn Breiðabliki.
Úrslitin í 14. umferð (heitir 15. umferð í leikjaplaninu)
Keflavík - Stjarnan 1:1
FH - Þór/KA 0:1
Valur - Þróttur R. 2:1
Breiðablik - Selfoss 4:0
Markahæstar:
13 Bryndís Arna Níelsdóttir, Val
6 Agla María Albertsdóttir, Breiðabliki
5 Andrea Rut Bjarnadóttir, Breiðabliki
5 Freyja Karín Þorvarðardóttir, Þrótti
5 Katrín Ásbjörnsdóttir, Breiðabliki
5 Linli Tu, Keflavík/Breiðabliki
5 Sandra María Jessen, Þór/KA
5 Tanya Boychuk, Þrótti
4 Birta Georgsdóttir, Breiðabliki
4 Holly O'Neill, ÍBV
4 Katla Tryggvadóttir, Þrótti
4 Melissa Garcia, Tindastóli
4 Olga Sevcova, ÍBV
4 Shaina Ashouri, FH
4 Sierra Marie Lelii, Þrótti
4 Taylor Ziemer, Breiðabliki
4 Þórdís Elva Ágústsdóttir, Val
Næstu leikir:
7.8. Breiðablik - Þór/KA
8.8. Tindastóll - Selfoss
9.8. Valur - Stjarnan
10.8. Þróttur R. - ÍBV
10.8. Keflavík - FH