15. umferð: 19 ára með mörk í fjórum úrvalsdeildum

Amanda Andradóttir skoraði fyrir Val gegn Stjörnunni.
Amanda Andradóttir skoraði fyrir Val gegn Stjörnunni. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Landsliðskonan unga Amanda Andradóttir náði merkilegum áfanga á miðvikudagskvöldið þegar hún skoraði mark Vals í jafntefli gegn Stjörnunni, 1:1, í Bestu deild kvenna í fótbolta.

Amanda hefur með þessu marki, sem var stórglæsilegt, skorað í efstu deildum fjögurra Norðurlanda, Danmerkur, Noregs, Svíþjóðar og Íslands, og náð því aðeins 19 ára gömul.

Amanda skoraði fyrst eitt mark í átta leikjum fyrir Nordsjælland í Danmörku, síðan 4 mörk í 15 leikjum fyrir Vålerenga í Noregi og svo 2 mörk í 25 leikjum fyrir Kristianstad í Svíþjóð. Markið fyrir Val kom í hennar þriðja leik í efstu deild hér á landi.

Sædís Rún Heiðarsdóttir skoraði líka mjög fallegt mark fyrir Stjörnuna í sama leik. Sædís skoraði ekki í fyrstu 60 leikjum sínum í efstu deild, en hefur nú skorað fyrir Garðabæjarliðið í þremur leikjum í röð.

Fanndís Friðriksdóttir úr Val lék sinn 280. deildaleik á ferlinum, heima og erlendis, gegn Stjörnunni, og er tólfta íslenska knattspyrnukonan frá upphafi sem nær þeim leikjafjölda.

Selfoss lék sinn tíunda leik í deildinni á þessu tímabili gegn Tindastóli án þess að skora mark, þegar liðin gerðu markalaust jafntefli á Sauðárkróki. Selfossliðið hefur aðeins skorað í fimm af fimmtán leikjum sínum í deildinni.

Linli Tu fagnar öðru marka sinna fyrir Breiðablik gegn Þór/KA.
Linli Tu fagnar öðru marka sinna fyrir Breiðablik gegn Þór/KA. mbl.is/Óttar Geirsson

Kínverski framherjinn Linli Tu er orðin næstmarkahæst í deildinni með 7 mörk. Hún skoraði fjögur mörk fyrir Keflavík og hefur nú gert þrjú mörk í fyrstu þremur leikjum sínum með Breiðabliki. Linli skoraði tvívegis þegar Breiðablik vann Þór/KA, 4:2.

Katla Tryggvadóttir varð þriðji Þróttarinn í sögunni til að skora 10 mörk fyrir félagið í efstu deild kvenna þegar hún jafnaði gegn ÍBV í gærkvöld, 1:1. Á undan henni voru Ólöf Sigríður Kristinsdóttir (20) og Stephanie Ribeiro (10).

Katla Tryggvadóttir - 10 mörk fyrir Þrótt.
Katla Tryggvadóttir - 10 mörk fyrir Þrótt. Ljósmynd/Kristinn Steinn

Bríet Jóhannsdóttir skoraði sitt fyrsta mark í efstu deild þegar hún jafnaði fyrir Þór/KA, 2:2, gegn Breiðabliki á Kópavogsvelli. Þetta var hennar sjötti leikur.

Rachel Avant lék sinn fyrsta leik með FH í deildinni gegn Keflavík í jafnteflisleik liðanna í gærkvöld, 1:1,, sem og 15 ára nýliði, Thelma Karen Pálmadóttir.

Úrslit­in í 15. um­ferð (heit­ir 13. um­ferð í leikjapl­an­inu)
Breiðablik - Þór/​KA 4:2
Tinda­stóll - Sel­foss 0:0
Val­ur - Stjarn­an 1:1
Þrótt­ur R. - ÍBV 1:1
Kefla­vík - FH 1:1

Marka­hæst­ar:
13 Bryn­dís Arna Ní­els­dótt­ir, Val
7 Linli Tu, Kefla­vík/​Breiðabliki
6 Agla María Al­berts­dótt­ir, Breiðabliki
6 Katrín Ásbjörns­dótt­ir, Breiðabliki
6 Sandra María Jessen, Þór/​​​​​​​​​​​​KA
5 Andrea Rut Bjarna­dótt­ir, Breiðabliki
5 Birta Georgs­dótt­ir, Breiðabliki
5 Freyja Karín Þor­varðardótt­ir, Þrótti

5 Katla Tryggva­dótt­ir, Þrótti
5 Tanya Boychuk, Þrótti
4 Holly O'­Neill, ÍBV
4 Mel­issa Garcia, Tinda­stóli
4 Olga Sevcova, ÍBV
4 Shaina Ashouri, FH
4 Sierra Marie Lelii, Þrótti 
4 Tayl­or Ziemer, Breiðabliki
4 Þór­dís Elva Ágústs­dótt­ir, Val

Næstu leik­ir:
15.8. ÍBV - Keflavík
15.8. Þór/KA - Valur
15.8. Þróttur R. - Tindastóll
15.8. Selfoss - FH
16.8. Stjarnan - Breiðablik

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert