19. umferð: Kristinn 300 og önnur þrennan

Kristinn Freyr Sigurðsson - 300 deildaleikir á ferlinum.
Kristinn Freyr Sigurðsson - 300 deildaleikir á ferlinum. mbl.is/Arnþór Birkisson

Kristinn Freyr Sigurðsson, miðjumaður Vals, lék sinn 300. deildaleik á ferlinum þegar Valsmenn gerðu jafntefli við Keflvíkinga, 1:1, í 19. umferð bestu deildar karla í fótbolta á sunnudagskvöldið.

Kristinn hefur leikið 236 af þessum 300 í efstu deild hér á landi með Val, FH og Fjölni, 38 í 1. deild með Fjölni og hann lék 26 leiki með Sundsvall í sænsku úrvalsdeildinni. Með Val hefur Kristinn leikið 197 leiki í efstu deild og þar er hann orðinn fimmti leikjahæstur frá upphafi.

Emil Atlason skoraði sína aðra þrennu í efstu deild í gærkvöld þegar Stjarnan vann Fylki, 4:0, í Árbænum. Fyrstu þrennuna skoraði hann í sigri Stjörnunnar gegn Víkingi, 5:4, á síðasta tímabili. Fyrsta mark Emils í leiknum var hans 40. mark í efstu deild.

Emil Atlason fagnar einu marka sinna gegn Fylki.
Emil Atlason fagnar einu marka sinna gegn Fylki.

Guðmundur Kristjánsson, fyrirliði Stjörnunnar, spilaði sinn 200. leik í efstu deild á Íslandi þegar Garðabæjarliðið vann Fylki 4:0. Þar af eru 18 fyrir Stjörnuna, 80 fyrir Breiðablik og 102 fyrir FH. 

Sindri Kristinn Ólafsson markvörður FH lék sinn 100. leik í efstu deild þegar Hafnarfjarðarliðið vann ÍBV 2:1. Hann lék 82 leiki í deildinni með Keflavík og nú 18 leiki með FH á þessu tímabili.

Logi Tómasson lék sinn 100. deildaleik á ferlinum þegar Víkingar unnu stórsigur á HK, 6:1. Þar af eru 89 leikir í efstu deild.

Úrslit­in í 19. um­ferð:
KA - Breiðablik 1:1
Kefla­vík - Val­ur 1:1
FH - ÍBV 2:1
KR - Fram 3:2
Vík­ing­ur R. - HK 6:1
Fylk­ir - Stjarn­an 0:4

Marka­hæst­ir í deild­inni:

11 Tryggvi Hrafn Har­alds­son, Val
10 Emil Atla­son, Stjörn­unni
10 Stefán Ingi Sig­urðar­son, Breiðabliki

9 Birn­ir Snær Inga­son, Vík­ingi
9 Ni­kolaj Han­sen, Vík­ingi
8 Adam Ægir Páls­son, Val
8 Kjart­an Henry Finn­boga­son, FH
7 Fred Sarai­va, Fram
7 Gísli Eyj­ólfs­son, Breiðabliki
6 Aron Jó­hanns­son, Val
6 Bene­dikt Daríus Garðars­son, Fylki
6 Danij­el Dej­an Djuric, Vík­ingi
6 Guðmund­ur Magnús­son, Fram
6 Ísak Andri Sig­ur­geirs­son, Stjörn­unni
6 Úlfur Ágúst Björns­son, FH
6 Örvar Eggerts­son, HK
5 Arnþór Ari Atla­son, HK
5 Eggert Aron Guðmunds­son, Stjörn­unni
5 Klæmint Olsen, Breiðabliki
5 Óskar Borgþórs­son, Fylki
5 Pat­rick Peder­sen, Val
5 Sami Kamel, Keflavík

Næstu leik­ir:
20.8. ÍBV - Fylkir
20.8. Fram - KA
20.8. HK - FH
20.8. Valur - Víkingur R.
21.8. Stjarnan - KR
21.8. Breiðablik - Keflavík

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert