18. umferð: Tvær reyndar náðu áföngum

Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir og Sif Atladóttir léku lengi saman með …
Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir og Sif Atladóttir léku lengi saman með íslenska landsliðinu og mættust í gær. mbl.is/Hari

Tvær af reyndustu knattspyrnukonum landsins náðu áföngum á ferli sínum þegar Stjarnan og Selfoss mættust í 18. umferð Bestu deildar kvenna í fótbolta í gær.

Sif Atladóttir hjá Selfossi varð þar fyrst íslenskra kvenna til að spila 360 deildaleiki, heima og erlendis, á ferlinum og Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir hjá Stjörnunni komst í fimmta sætið yfir þær leikjahæstu frá upphafi en hún spilaði sinn 332. deildaleik á ferlinum.

Gunnhildur og Sif voru samherjar í landsliði Íslands um árabil og Gunnhildur hafði betur í viðureign þeirra í gær því Stjarnan sigraði, 3:0.

Gunnhildur jafnaði þar við Hallberu Guðnýju Gísladóttur sem lagði skóna á hilluna á síðasta ári eftir 332 deildaleiki, heima og erlendis. 

Hinar þrjár í sex efstu sætunum eru Sandra Sigurðardóttir, sem kom á ný í mark Vals í sigurleiknum gegn Keflavík, 4:1, og lék sinn 342. deildaleik í gær, Hólmfríður Magnúsdóttir sem lék 338 deildaleiki og Katrín Jónsdóttir sem lék 336 leiki og var um árabil sú leikjahæsta.

Þórdís Elva Ágústsdóttir lék sinn 100. leik í deildinni og …
Þórdís Elva Ágústsdóttir lék sinn 100. leik í deildinni og skoraði gegn Keflavík. mbl.is/Kristinn Magnússon

Þórdís Elva Ágústsdóttir úr Val lék sinn 100. leik í efstu deild þegar Valsliðið mætti Keflavík. Fjórar „Dísir“ skoruðu mörk Vals í leiknum því Þórdís, Ásdís Karen Halldórsdóttir, Bryndís Arna Níelsdóttir og Fanndís Friðriksdóttir sáu um mörkin.

Bryndís bætti þar með við forskot sitt sem sú markahæsta í deildinni en þetta var hennar 14. mark á tímabilinu.

Úrslit­in í 18. um­ferð:
Þrótt­ur R. - Breiðablik 4:2
Tinda­stóll - Þór/​KA 0:0
Stjarn­an - Sel­foss 3:0
ÍBV - FH 0:2
Val­ur - Kefla­vík 4:1

Marka­hæst­ar:
14 Bryn­dís Arna Ní­els­dótt­ir, Val
7 Agla María Al­berts­dótt­ir, Breiðabliki
7 Birta Georgs­dótt­ir, Breiðabliki
7 Linli Tu, Kefla­vík/​​​​Breiðabliki
6 Andrea Rut Bjarna­dótt­ir, Breiðabliki
6 Ásdís Kar­en Hall­dórs­dótt­ir, Val
6 Katla Tryggva­dótt­ir, Þrótti
6 Katrín Ásbjörns­dótt­ir, Breiðabliki
6 Sandra María Jessen, Þór/​​​​​​​​​​​​​​​KA
6 Shaina Ashouri, FH
5 Freyja Karín Þor­varðardótt­ir, Þrótti

5 Tanya Boychuk, Þrótti
5 Þór­dís Elva Ágústs­dótt­ir, Val
4 Andrea Mist Pálsdóttir, Stjörnunni
4 Gunn­hild­ur Yrsa Jóns­dótt­ir, Stjörn­unni
4 Hildigunnur Ýr Benediktsdóttir, FH
4 Holly O'­Neill, ÍBV
4 Hulda Ósk Jóns­dótt­ir, Þór/​KA
4 Jasmín Erla Inga­dótt­ir, Stjörn­unni
4 Kar­en María Sig­ur­geirs­dótt­ir, Þór/​​KA
4 Mel­issa Garcia, Tinda­stóli
4 Murielle Tiern­an, Tinda­stóli
4 Olga Sevcova, ÍBV
4 Sierra Marie Lelii, Þrótti 
4 Sæunn Björnsdóttir, Þrótti
4 Tayl­or Ziemer, Breiðabliki
4 Þóra Björg Stef­áns­dótt­ir, ÍBV

Næstu leik­ir:
31.8. Valur - Þór/KA
31.8. Stjarnan - FH
2.9. ÍBV - Selfoss
3.9. Tindastóll - Keflavík
4.9. Breiðablik - Þróttur R.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert