21. umferð: Tveir úr Stjörnunni með áfanga

Árni Snær Ólafsson hefur varið mark Stjörnunnar í öllum leikjum …
Árni Snær Ólafsson hefur varið mark Stjörnunnar í öllum leikjum liðsins í deildinni í ár og er kominn með 200 deildaleiki á ferlinum.

Þegar Stjörnumenn biðu lægri hlut fyrir KA á Akureyri í 21. umferð Bestu deildar karla í fótbolta á sunnudaginn náðu tveir leikmenn úr Garðabæjarliðinu áföngum á ferlinum.

Árni Snær Ólafsson markvörður Stjörnunnar lék sinn 200. deildaleik á ferlinum. Hann lék fyrstu 179 leikina í marki ÍA, þar af 126 leiki í efstu deild, og hefur síðan leikið alla 21 leiki Garðabæjarliðsins á þessu tímabili.

Emil Atlason, sem skoraði mark Stjörnunnar gegn KA, en skaut einnig í þverslá úr vítaspyrnu, lék sinn 150. leik í efstu deild. Hann hefur leikið með fimm liðum í deildinni, KR, Val, Þrótti, HK og nú Stjörnunni en flesta leikina hefur Emil leikið með Garðabæjarliðinu, 67 talsins. Hann hefur skorað fyrir öll liðin, 45 mörk samtals, og þar af 13 á þessu tímabili en hann er markahæstur í deildinni.

Viktor Örlygur Andrason lék sinn 100. leik í efstu deild með Víkingum þegar þeir unnu Breiðablik, 5:3, í fyrrakvöld. Allir leikir hans eru fyrir Víking.

Ásgeir Helgi Orrason og Kristófer Ingi Kristinsson úr Breiðabliki skoruðu báðir sitt  fyrsta mark í efstu deild í leiknum gegn Víkingi.

Richard King, landsliðsmaður Jamaíku, skoraði fyrsta mark sitt í deildinni fyrir ÍBV þegar liðið gerði jafntefli, 2:2, við HK í Kórnum í gærkvöld.

Úrslitin í 21. umferð:
KA - Stjarn­an 2:1
FH - Val­ur 3:2
KR - Fylk­ir 2:0
Kefla­vík - Fram 0:0
Vík­ing­ur R. - Breiðablik 5:3
HK - ÍBV 2:2

Marka­hæst­ir í deild­inni:

13 Emil Atla­son, Stjörn­unni
11 Ni­kolaj Han­sen, Vík­ingi
11 Tryggvi Hrafn Har­alds­son, Val
10 Birn­ir Snær Inga­son, Vík­ingi
10 Stefán Ingi Sig­urðar­son, Breiðabliki

8 Adam Ægir Páls­son, Val
8 Danij­el Dej­an Djuric, Vík­ingi
8 Fred Sarai­va, Fram
8 Kjart­an Henry Finn­boga­son, FH
7 Gísli Eyj­ólfs­son, Breiðabliki
7 Örvar Eggerts­son, HK
6 Aron Jó­hanns­son, Val
6 Bene­dikt Daríus Garðars­son, Fylki
6 Guðmund­ur Magnús­son, Fram
6 Gyrðir Hrafn Guðbrandsson, FH
6 Ísak Andri Sig­ur­geirs­son, Stjörn­unni
6 Pat­rick Peder­sen, Val
6 Úlfur Ágúst Björns­son, FH
5 Arnþór Ari Atla­son, HK
5 Aron Jó­hanns­son, Fram
5 Ágúst Eðvald Hlynsson, Breiðabliki
5 Ásgeir Sigurgeirsson, KA
5 Davíð Snær Jóhannsson, FH
5 Eggert Aron Guðmunds­son, Stjörn­unni
5 Klæm­int Ol­sen, Breiðabliki
5 Matthías Vilhjálmsson, Víkingi
5 Óskar Borgþórs­son, Fylki
5 Sami Kam­el, Kefla­vík

Næstu leik­ir:
30.8. KA - FH
3.9. Stjarnan - Keflavík
3.9. Fylkir - KA
3.9. Fram - Víkingur R.
3.9. Valur - HK
3.9. ÍBV - KR
3.9. Breiðablik - FH

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert